Norska konungsfjölskyldan hefur harðlega gagnrýnt vikublaðið Se og Hør fyrir að birta óviðurkvæmilegar myndir af fólki úr fjölskyldunni. Segist hún ekki sætta sig við að fá ekki að vera í friði fyrir paparazzi-ljósmyndurum. Þeir eigi að hafa sig hæga og láta þá í friði sem njóti frídaga í baðfötum á ströndinni.
Marianne Hagen, upplýsingafulltrúi norsku konungsfjölskyldunnar, segir við blaðið VG laugardaginn 9. febrúar að málum sé nú þannig háttað að grípa verði til róttækari aðgerða en áður til að vernda friðhelgi konungsfjölskyldunnar og leiðrétta ranghermi um hana.
Meðal þess sem vakið hefur reiði norska kóngafólksins er að teknar voru myndir af því í baðstrandarferðum til Korsíku og St. Barts. Á myndunum sjást nokkrir á baðfötum í sólinni. Sérstaklega er fundið að því hve nærri fólkinu er gengið og einkum börnunum.
Marianne Hagen segir að vissulega verði konungsfjölskyldan að sætta sig við að litið sé á hana sem opinberar persónur en í því felist ekki að hún verði að sætta sig við hvað sem er. Þá fari Se og Hør með rangt mál þegar því er haldið fram að fjölskyldan hafi greitt hálfa milljón norskra króna, rúmar 10 milljónir íslenskar, í leigu fyrir frístundahús og bát. Jafnframt sé látið í það skína að blaðið hafi fengið einkaviðtöl við ýmsa úr fjölskyldunni. Hagen er þeirrar skoðunar að í næstum hverju hefti af Se og Hør hafi um langt skeið verið gengið of langt og þess vegna eigi konungsfjölskyldan þann eina kost að snúast til varnar, annaðhvort fyrir dómstólum eða með kvörtun til siðanefndar fjölmiðla.
Ellen Arnstad, aðalritstjóri Se og Hør, blæs á þessa gagnrýni. Sólbaðsmyndirnar séu innan þess sem teljist siðleg blaðamennska. Hið sama megi segja um að vitnað sé í viðtöl í erlendum blöðum. Þar að auki sé þetta sú norska fjölskylda sem veki mest umtal og það þurfi enginn að leita samþykkis hennar til að geta sagt frá því sem gerist á opinberum stöðum.
Blaðið hefur birt leiðréttingu á fjárhæðinni sem konungsfjölskyldan greiddi fyrir frístundahúsið og bátinn.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.