Tveir æðstu embættismenn gríska fjármálaráðuneytisins sögðu af sér laugardaginn 9. mars vegna gruns um trúnaðarbrot við einkavæðingu á stærsta orkufyrirtæki landsins, PPC, þar sem þeir höfðu áður verið stjórnarmenn. Einkavæðingarmál og uppsagnir opinberra starfsmanna verða ofarlega á dagskrá fundar fjármálaráðherra Grikklands með fulltrúum lánadrottna sunnudaginn 10. mars. Viðræðurnar snúast um hvort Grikkir fái 2,8 milljarða evra greidda af neyðarláni fyrir lok þessa marsmánaðar.
Yfirmaður einkavæðingarstofnunar grísku ríkisstjórnarinnar og ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins neyddust til að segja af sér laugardaginn 9. mars vegna ásakana um trúnaðarbrot við sölu á stærsta orkufyrirtæki ríkisins, PPC. Þeir höfðu báðir setið í stjórn fyrirtækisins.
Skriður er nú að komast á sölu grískra ríkiseigna eftir nokkurra ára hlé.
Í janúar gerði gríska einkavæðingarstofnunin fyrsta langtímasamninginn um leigu á landi í 15 ár, samið var um að leigja hluta af hinni vinsælu ferðamannaeyju Korfú til 99 ára fyrir 23 milljónir evra.
Í febrúar tókst Grikkjum að fá fá fjárfestingastofnun Qatar til að kaupa fyrrverandi alþjóðaflugvöll Aþenu í Hellinikon.
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, telur að í ár takist að afla 2,6 milljarða evra í tekjur fyrir leigu og sölu ríkiseigna eins og að hefði verið stefnt.
Í samþykktum á síðasta ári vegna neyðarláns til að bjarga fjárhag ríkisins felst að fækka ber opinberum starfsmönnum um 25.000 á árinu 2013 og um alls 150.000 fyrir lok árs 2015.
Grikkir hafa fengið fyrirheit um allt að 240 milljarða evru neyðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum síðan 2010.
Laugardaginn 9. mars lofaði Samaras aðþrengdum Grikkjum að ekki yrði um frekari aðhaldsaðgerðir að ræða að kröfu lánadrottna gríska ríkisins. Spáð er hagvexti eftir sex ára samdrátt á árinu 2014. Forsætisráðherrann sagði að grískt efnahagslíf væri ekki lengur í gjörgæslu en sjúkrahúsvistin væri ekki á enda runninn.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.