Sunnudagurinn 29. maí 2022

Spánn: Ríkis­stjórnin stefnir héraðs­stjórn Katalóníu fyrir stjórnlagadómstól


10. mars 2013 klukkan 14:22

Ríkislögmaður Spánar lagði föstudaginn 8. mars fram stefnu á hendur héraðsstjórn Katalóníu í stjórnlagadómstóli Spánar þar sem þess er krafist að yfirlýsing héraðsþings Katalóníu frá janúar 2013 um sjálfstæði Katalóníu verði felld úr gildi.

Katalónía - rauða hornið efst á kortinu.

Spænska ríkisstjórnin ákvað 1. mars að leita til æðsta dómstóls Spánar með kröfu um að dómstóllinn ógilti yfirlýsingu sem þjóðernissinnuð héraðsstjórn Katalóníu undir forsæti Arturs Mas setti sem inngang laga sem miða að atkvæðagreiðslu í Katalóníu á næsta ári um stöðu héraðsins gagnvart Spáni.

Ríkisstjórn Spánar og héraðsstjórn Katalóníu deila hart um þann ásetning héraðsstjórnarinnar um að kosið skuli um sjálfstæði Katalóníu. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segir atkvæðagreiðsluna ólögmæta meðal annars vegna þess að hún njóti ekki stuðnings þings Spánar og brjóti auk þess í bága við stjórnarskrá Spánar.

Ríkisstjórn Spánar ákvað að láta reyna á lögmæti hinnar umdeildu yfirlýsingar Katalóníumanna sem gefin var 23. janúar þar sem héraðinu er lýst sem „fullvalda stjórnmálalegri og lagalegri heild“ en stjórnlagaráð hafði sagt stjórnvöldum að yfirlýsingin bryti að minnsta kosti í bága við fjórar greinar stjórnarskrárinnar.

Soraya Sáenz de Santamaría, aðstoðarforsætisráðherra Spánar, sagði eftir ríkisstjórnarfundinn föstudaginn 8. mars að féllist stjórnlagadómstóllinn á að taka stefnuna á hendur héraðsstjórn Kaatlóníu til meðferðar yrðu þingmenn í Katalóníu að gera hlé að undirbúningi laga um þjóðaratkvæðagreiðslunnar og bíða niðurstöðu dómstólsins.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS