David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvatti Frans, nýkjörinn páfa, til að „virða“ niðurstöðu í nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu á Falklandseyjum þar sem tæplega 100% kjósenda sögðust vilja tilheyra Brelandi áfram. Þegar páfinn var erkibiskup í Buenos Aires sagði hann eyjarnar umdeildu tilheyra „ættjörðinni“ Argentínu.
Í frétt The Daily Telegraph um blaðamannfund Davids Camerons eftir leiðtogafund ESB í Brussel föstudaginn 15. mars segir að forsætisráðherrann hafi „meira að segja þorað“ að gera að gamni sínu á kostnað páfakjörsins og gamaldags aðferðar við það þegar hann sagði:
„Hvíti reykurinn yfir Falklandseyjum var mjög greinilegur.“
The Daily Telegraph segir að Frans páfi hafi á sínum tíma látið orð falla um að „Las Malvinas“ (Falklandseyjar) væru hluti Argentínu.
Á síðasta ári var sungin messa í Buenos Aires í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá Falklandseyjastríðinu árið 1982. Þá sagði erkibiskupinn í Buenos Aires: „Við komum saman til að biðja fyrir þeim sem féllu, sonum ættjarðarinnar sem fóru á vettvang til að verja móður sína, ættjörðina, og til að endurheimta það sem er þeirra, það er hluti ættjarðarinnar, og var rænt.“
Cameron var spurður á blaðamannafundinum í Brussel hvort hann væri sammála Frans páfa um stöðu Falklandseyja. Cameron svaraði: „Ég er honum ósammála – með fullri virðingu, auðvitað.“
The Daily Telegraph segir að menn nánir forsætisráðherranum segi að fyrir Cameron vaki alls ekki eða sýna páfa eða páfagarði óvirðingu. Argentínumenn hafi hins vegar notað kjör erkibiskupsins frá Buenos Aires í embætti páfa til að endurnýja kröfur um alþjóðlega ráðstefnu um framtíð hins umdeilda svæðis.
Cristina Kirchner, forseti Argentínu, hefur þegar reynt að virkja nýja páfann í baráttu sinni til að sölsa Falklandseyjar undir sig. Hún hvatti páfa meðal annars til að knýja „helstu stórveldi“ til að taka þátt í „skoðanaskiptum“.
Bretar hafa ráðið yfir Falklandseyjum síðan 1833, Argentínumenn gera tilkall til eyjanna og kalla þær Las Malvinas.
Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu á eyjunum fyrir rúmri viku og spurt hvort íbúar þeirra vildu áfram lúta stjórn Breta og voru aðeins þrír andvígir því en 1.513 sögðu já. Bresk stjórnvöld hafa síðan hvatt ríkisstjórnir allra ríkja til að viðurkenna niðurstöðuna og virða afstöðu heimamanna. Kirchner Argentínuforseti segir að óskir heimamanna skipti engu máli.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.