Um 14% af lánveitingum bankanna tapaðar
Alenka Bratusek, forsætisráðherra Slóveníu, sagði í Brussel í gær að ríkisstjórn hennar væri staðráðin í að finna lausn á bankakreppunni í landinu. Hún sagði að það yrði ekki auðvelt verk en neitaði fréttum um að Slóvenía yrði næsta evruríkið, sem yrði að leita neyðaraðstoðar frá ESB/AGS/SE. Á blaðamannafundi að loknum fundi með Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB sagði Bratusek, að bankarnir væru aðal vandamál Slóveníu.
Í skýrslu OECD um bankana í Slóveníu, sem sagt var frá í fréttum Evrópuvaktarinnar í gær eru upplýsingar um óhæfilega áhættutöku, veika stjórn og takmarkað eftirlit með starfsemi bankanna. Um 14% af lánveitingum bankanna séu tapaðar og samdráttur í efnahagslífi Slóveníu á þessu ári muni nema um 2,1%.
Lántökukostnaður Slóveníu hækkaði í gær í útboði á skammtímabréfum. Ætlunin var að selja 100 milljónir evra í slíkum bréfum en ekki tókst að selja nema 56 milljónir evra.
Barroso sagði á blaðamannafundinum að hann væri sannfærður um að Slóvenar mundu ná tökum á vandamálum sínum og hafnaði hugmyndum um að innistæðueigendur í bönkum í Slóveníu stæðu frammi fyrir sama vanda og á Kýpur.
Bankageirinn í Slóveníu er 1,5 sinnum stærri en efnahagskefi landsins en í tilviki Kýpur var bankageirinn áttföld verg landsframleiðsla.
Lex í Financial Times, sem er einn þekktasti fjármáladálkur í heimi dregur í efa að ríkisstjórn Slóveníu geti staðið við þessar yfirlýsingar og bendir á, að ávöxtunarkrafan á átta ára bréf Slóveníu sé komin í 6,5% en hafi verið undir 5% í marz.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.