Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, birtir grein í sex Evrópublöðum laugardaginn 20. júlí þar sem hann segir fráleitt að fyrir ráðamönnum í Berlín vaki að skapa Þýska-Evrópu. Hann segir Þjóðverja hafa sætt ósanngjarnri gagnrýni bæði fyrir að halda um of að sér höndum og láta of mikið að sér kveða.
Schäuble er áhrifamesti ráðherra í þýsku ríkisstjórninni að baki Angelu Merkel kanslara. Að því er varðar evru-málefni hefur hann gegnt lykilhlutverki innan evru-ráðherrahópsins síðan tekið var til við að aðstoða Grikki fyrir rúmum þremur árum.
Í grein sinni segir Schäuble meðal annars:
„Það er misskilningur að Þjóðverjar vilji gegna sérstöku hlutverki í Evrópu. Við viljum ekki Þýska-Evrópu. Við biðjum ekki aðra að verða eins og við. Að baki ásökuninni í þessa veru býr ekki meira en staðalímyndinni sem er undirrót hennar. Eru Þjóðverjar gleðisnauðir kapítalistar þjakaðir af vinnusiðferði mótmælenda? Staðreynd er að í mörgum vel stæðum héruðum Þýskalands hafa katólikkar búið um aldir. Eru Ítalir ekki gefnir fyrir annað en dolce far niente (unaðslegt aðgerðaleysi)? Ekki þarf annað en kynna sér iðnaðarhéruðin á Norður-Ítalíu til að blása á þessa fullyrðingu. Stjórnast allur norðurhluti Evrópu af markaðnum? Norrænu velferðarþjóðfélögin þar sem lögð er áhersla á félagslega samstöðu og jafna tekjudreifingu falla vissulega ekki að þessari skrípamynd.
Þeir sem ala á slíkum staðalímyndum ættu að kynna sér nýlegar kannanir sem sýna að skýr meirihluti fólks – ekki aðeins í norðurhluta heldur einnig suðurhluta Evrópu – vill berjast við kreppuna með umbótum, minnkun ríkisútgjalda og lækkun skulda.
Þjóðverjar vilja síst allra þjóða að til verði Þýsk-Evrópa. Við viljum að Þýskaland gegni þjónustuhlutverki við endurreisn efnahags Evrópu – án þess að Þýskaland veikist. Það þjónaði ekki hagsmunum neins. Við viljum sterka og samkeppnishæfa Evrópu þar sem við stjórnum ríkisfjármálum af skynsemi og þar sem við söfnum ekki meiri og meiri skuldum.“
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.