50-60% fanga í Bretlandi kunna hvorki að lesa né skrifa
David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að losaralegar reglur um innflytjendur til Bretlands séu að verða of mikil byrði fyrir samfélagið og að Bretar eigi einungis að bjóða þá velkomna sem séu tilbúnir til að leggja hart að sér við vinnu. Að sögn Daily Telegraph féllu þessi ummæli forsætisráðherrans í kjölfari ábendingar frá Fjárlagastofnun Bretlands þess efnis, að Bretland þyrfti á að halda milljónum innflytjenda næstu hálfa öld vegna þess að þegnar Bretaríkis væru að eldast.
Blaðið segir að Cameron sé ákveðinn í því að fækka innflytjendum til Bretlands fyrir lok þessa kjörtímabils um tugir þúsunda.
Á starfsmannafundi í brezkri bílasmiðju var Cameron spurður hvers vegna Bretar hleyptu svo mörgum innflytjendum inn í landið, sem væri stöðug byrði á samfélaginu á meðan aðrir legðu hart að sér við vinnu. Forsætisráðherrann kvaðst sammála því sjónarmiði, sem fram kæmi í spurningunni. Það væri ýmislegt hagstætt fyrir Breta í því að taka á móti innflytjendum, sem væru tilbúnir til að vinna mikið en á síðasta áratug hefði innflytjendapólitíkin verið of losaraleg. Þetta þýddi of mikinn þrýsting og byrðar á almannaþjónustu og einstök samfélög innan Bretlands. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði tekið fjölgun innflytjenda frá löndum utan ESB föstum tökum en meira þyrfti til að koma.
Annar starfsmaður spurði hvers vegna fangelsi væru eins og sumarleyfisbúðir. Cameron kvaðst hafa heimsótt fangelsi og hann teldi þetta ekki rétta lýsingu á þeim. Hann sagði að einungis þeir fangar, sem kæmu vel fram ættu að hafa rétt á því að horfa á sjónvarp og sagði að 50-60% fanga kynnu hvorki að lesa né skrifa. Þeir ættu enga möguleka á starfi að fangelsisvist lokinni. Það yrði að kenna þess fólki að lesa og skrifa og þjálfa það til starfa.
Frá þessu segir í Daily Telegraph.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.