Mafían hefur tengiliði í öllum stofnunum ESB segir formaður sérnefndar ESB-þingsins um glæpastarfsemi. Sonia Alfano, ESB-þingmaður frá Ítalíu, fer með formennsku í nefndinni sem fjallar um skipulagða glæpastarfsemi, spillingu og peningaþvætti. Í skýrslu nefndarinnar segir að mafían starfi ekki aðeins í suðurhluta Ítalíu heldur víða um Evrópu.
„Því miður á mafían þegar fulltrúa í stjórnklefanum þegar litið er til Evrópu. Hún á tengiliði innan allra ESB-stofnana,“ sagði Sonia Alfano við Euronews. Skýrslan með tillögum nefndarinnar var samþykkt miðvikudaginn 23. október.
Mikill meirihluti ESB-þingmanna studdi tillöguna þar sem varað er við hættunni af því að glæpahópar (mafían) lagi flókið, stórt net sitt og mikla fjárhagslega getu að ólíkum landfræðilegum og félagslegum aðstæðum innan ESB.
Þingmennirnir telja að mafían beiti „valdi“ á takmarkaðan hátt, hún kjósi „heldur að “búa um sig„ í því skyni að hagnast mikið án þess að vera sýnileg“.
„Þegar ég tala um mafíuna á ég ekki við valdbeitingararminn, þá sem fremja launmorð, stela eða handrukkara. Ég á við þjónustumafíuna sem starfar innan stofnananna, í opinberri stjórnsýslu, í öllum stofnunum sem sýsla með ESB-málefni, menn sem vita á hvaða hnappa ber að þrýsta,“ sagði Sonia Alfano en hún starfar náið með ítalska blaðamanninum Roberto Saviano sem hefur rannsakað mafíuna um langan aldur.
„Um þessar mundir láta skipulagðir glæpahópar verulega að sér kveða í Evrópu. Til dæmis hefur mafían komið sér vel fyrir í þýska, breska og spænska hagkerfinu án þess að ríkisstjórnir þessara landa láti íbúa þeirra vita. Mafían er á verði og hugar að framtíð álfu okkar,“ sagði Roberto Saviano við Euronews.
Í skýrslu þingnefndarinnar segir að skipulögð glæpastarfsemi kosti fyrirtæki í ESB 670 milljarða evra ár hvert.
ESB-þingið leggur til að varið verði fjármunum á vegum ESB til verkefna og aðgerða til að hefta útbreiðslu mafíunnar innan ESB. Næsta skref í málinu er að ráðherraráð ESB og framkvæmdastjórn ESB fallist á tillöguna og að henni verði hrundið í framkvæmd. Megintilgangurinn með tillögu þingsins er að auðvelda þinginu sem kosið verður í maí 2014 að þrýsta á framkvæmdastjórnina að leggja fram lagafrumvarp og að aðildarríkin vinni að framkvæmd þess.
Heimild: Europaportalen
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.