Laugardagurinn 28. maí 2022

Dramatískt uppgjör Bolshoi-dansara í réttarsal í Moskvu


7. nóvember 2013 klukkan 14:44

Sergei Filine, stjórnandi Bolshoi-ballettsins, sem ráđist var á međ blásýru 17. janúar 2013 bar vitni í réttarhöldum vegna árásarinnar á sig miđvikudaginn 6. nóvember. Hann sat í ţrjá tíma í Mechianski-dómhúsinu í Moskvu en ţar hefur máliđ vegna árásarinnar veriđ rekiđ síđan 16. október.

Sergei Filine í réttarsalnum 6. nóvember 2013.

Í frásögn blađamanns Le Figaro sem var viđ réttarhöldin kemur fram ađ ţađ sé enginn dans á rósum ađ vera ballettdansari í Bolshoi-leikhúsinu. Ţar sé um ađ rćđa heim haturs, grimmdar og afbrýđisemi milli listamannanna. Sergei Filine er afmyndađur í andliti eftir ađ blásýru var skvett framan í hann 17. janúar sl. ţegar hann var á leiđ heim til sín frá vinnu. Hann brá ljósi á ţađ sem gerist á bakviđ tjöldin í stćrstu listdansstofnun og skóla heims.

Hann sat svartklćddur í réttarsalnum međ dökk gleraugu sem huldu sár augu hans sem aldrei verđa hin sömu og áđur. Hann krafđist 500.000 rúblna (11.600 evra) vegna líkamstjóns og 3 milljóna rúbla (70.000 evra) í miskabćtur. Hann snýr aftur til Ţýskalands 11. nóvember en ţar verđur gerđ 24. augnađgerđin á honum.

Mennirnir ţrír sem eru grunađir um ađ hafa ráđist á hann sátu í tveggja metra fjarlćgđ frá honum, ţađ er mađurinn sem kastađi á hann sýrunni – klćddur í úlpu ¬ – og bílstjórinn sem elti Filine hiđ örlagaríka kvöld. Ţarna var auđvitađ einnig stjörnudansarinn, Pavel Dmitristjenko, mađurinn ađ baki árásinni sem á yfir höfđi sér allt ađ 12 ára fangelsi.

Stjörnudansarinn var vonsvikinn yfir hann og vinkona hans, ballerínan Angelina Vorontsova, fengju ekki verđskuldađan frama innan dansflokksins. Hann taldi ađ hinn listrćni stjórnandi léti annarleg sjónarmiđ ráđa ákvörđunum sínum og fór ţess á leit viđ samverkamenn sína ađ ţeir kenndu Sergei Filine „lexíu“. Án ţess ađ segja í hverju hún skyldi fólgin. Hann segist síđan hafa orđiđ miđur sín vegna framvindu málsins. „Ég ber siđferđilega ábyrgđ á ţví sem gerđist en ég bađ aldrei neinn um ađ gera ţađ,“ sagđi hann sér til málsvarnar.

„Ég mun aldrei fyrirgefa ţetta,“ sagđi Filine og tók sér fyrir hendur ađ verja heiđur Bolshoi og dansarna í leikhúsinu. Hann hafnađi ţví ađ hafa tekiđ geđţóttaákvarđanir međ eđa á móti einstökum dönsurum. „Á međan ég stjórnađi hópnum var honum [Dmitristjenko] og Angelinu Vorontsovu ćtíđ haldiđ fram og ţau urđu ađ lokum einleiksdansarar en kona mín, sem ég hef búiđ međ í tíu ár, var alltaf ein af danshópnum sem venjulegur dansari,“ sagđi Filine.

Ţegar Pavel Dmitristjenko tók ađ spyrja yfirmann sinn varđ samtaliđ allt í einu mjög hávćrt, međ ţögnum, spennuţrungnum andartökum og gráti Sergeis Filines, segir blađamađur Le Figaro.

„Sváfuđ ţér hjá dönsurum yđar,“ spurđi árásarmađurinn.

„Ţetta er svívirđileg árás á ţćr, hrein lygi,“ svarađi ballettstjórinn.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óţarfi ađ rćđa frekar viđ ESB vegna afstöđu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvćr Evrópu­skýrslur styđja sjónarmiđ LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvćmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir ađ í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfrćđi­stofnun HÍ og Alţjóđa­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styđji ţá afstöđu LÍÚ ađ Ísland eigi ađ standa utan ESB. Ţá segir hann óţarfa ađ ganga lengra í viđrćđum viđ ES...

Norđurslóđir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til ađ hlýnun jarđar og sú bráđnun hafíss, sem af henni leiđir geti losađ um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi veriđ hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiđum á Norđurslóđum. Ţetta segja rannsakendur ađ geti gerzt á einum áratug. Međal ţess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er ađ slíkir öskuhaugar séu ađ myndast á Barentshafi.

Ţýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega ţjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harđri gagnrýni fyrir ummćli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­ţingsins ţess efnis ađ Evrópu­sambandiđ vćri ekki „socialunion“ eđa bandalag um félagslega ţjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til ađ Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gćrkvöldi benda til ađ Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­ţingsins sem hófust í gćrmorgun og ađ ţingmönnumhans á Evrópu­ţinginu fćkki um tvo en ţeir hafa veriđ fimm. Ţetta gengur ţvert á spár um uppgang flokka lengst til hćgri í ţeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS