Laugardagurinn 28. maí 2022

Fulltrúar Capacent heimsækja úrtakshóp og spyrja um ESB-mál - gefa konfektpoka fyrir svörin


7. nóvember 2013 klukkan 15:11

Capacent gengst nú fyrir nákvæmri könnun á afstöðu fólks til Evrópusambandsins. Leitað er til þess hóps fólks sem reglulega tekur þátt í könnunum hjá fyrirtækinu. Að jafnaði er netið notað til að leita viðhorfa hópsins. Að þessu sinni er meira lagt í könnunina því að fulltrúi Capacent er sendur heim til viðkomandi, ræðir við hann og skráir upplýsingar á fartölvu. Þegar samtalinu lýkur er svarandanum afhentur lítill konfektpoki frá Nóa Síríus sem þakklætisvottur frá Capacent.

Einn úr úrtakshópi Capacent skýrði Evrópuvaktinni frá heimsókninni til sín. Hann hefði spurt spyrjandann hver stæði að könnuninni en fékk þau svör hjá honum að hann vissi það ekki.

Þeim sem sat fyrir svörum þótti spurningarnar að nokkru leiðandi, jafnvel mætti telja að fyrir þeim sem samdi spurningarnar hefði vakað að læða hugmyndum að hjá þeim svaraði: Efasemdum um hvort hann vissi nógu mikið um ESB til að geta tekið afstöðu. Efasemdum um hvort ríkisstjórn Íslands væri rétti aðilinn til að leiða þjóðina út úr kreppu. Óskað er eftir afstöðu til fjölmiðla almennt en ekki til einstakra fjölmiðla. Blöðin, netið, sjónvarp tekið fyrir hvert fyrir sig en undir einum hatti.

Þá er spurt um áhersluatriði í starfsemi ESB, hvort sambandið ætti að leggja áherslu á efnahagsmál, hryðjuverk, skuldamál aðildarríkja o. s. frv. Skilja má spurninguna á þann veg að í svarinu felist leið til að hafa áhrif á stjórnendur ESB í Brussel.

Á fréttasíðu Capacent eru ekki birtar neinar upplýsingar um að þessi viðamikla og sérstaka könnun fari fram. Þar er hins vegar frétt frá miðvikudeginum 6. nóvember um að forsvarmenn sprotafyrirtækja líti fremur dökkum augum á efnahagsumhverfið og þróun efnahagsmála hér á landi, samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Capacent í september.

Töluverður hópur forsvarsmanna sprotafyrirtækja telji jafnframt líklegt að fyrirtækið muni flytja úr landi á næstu árum. Ljóst sé að mörg fyrirtæki þurfi á auknu rekstrarfé að halda en forsvarsmenn telji aðgengi að því almennt fremur slæmt á Íslandi fyrir sprotafyrirtæki. Þrátt fyrir það séu flestir fremur bjartsýnir á framtíð síns fyrirtækis.

Könnunin var gerð meðal forsvarsmanna 373 frumkvöðla- og sprotafyrirtækja. Svarhlutfallið reyndist 42,4%. Í könnuninni var m.a. spurt. um rekstrarumhverfi, aðgengi að fjármagni og stuðningsumhverfi nýsköpunar.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS