Föstudagurinn 20. maí 2022

ESB greiðir laun til opinberra starfsmanna á Gaza sem sækja ekki vinnu - athugasemd frá endurskoðendum


12. desember 2013 klukkan 09:48

Endurskoðendur Evrópusambandsins segja að ESB eigi að hætta að greiða laun þúsunda opinberra starfsmanna Palestínu á Gaza-svæðinu sem stunda enga vinnu. Þeir hafa kynnt sé hvernig staðið hefur verið að greiðslu um eins milljarðs evra til Gaza á árunum 2008 til 2012.

Endurskoðendurnir segja að nýta eigi þessa fjármuni til að greiða laun embættismanna Palestínu á Vesturbakkanum. Þeir benda á að frá því að Hamas tók völdin á Gaza árið 2007 hafi margir opinberir embættismenn þar ekki stundað neina vinnu.

Hamas rak alla starfsmenn stjórnar Palestínu undir forystu Mahmouds Abbas forseta og Fatah-flokks hans og komið var á fót nýju stjórnkerfi. Ísraelar hertu eftir það á viðskiptabanni sínu gagnvart Gaza í samvinnu við Egypta. Við þetta versnuðu lífskjör 1,7 milljón manna sem búa á Gaza-svæðinu en 80% þeirra lifa á bótum og styrkjum.

ESB greiðir um fimmtung af launum 170.000 opinberra starfsmanna Palestínu, bæði á Vesturbakkanum og Gaza. Endurskoðendur ESB segja að þessi fjárstuðningur hafi komið sér vel fyrir marga en með því að greiða laun til fólks sem vinni ekki neitt sé farið á svig við meginmarkmið stuðnings ESB.

Þegar Hamas lagði Gaza undir sig ákvað Abbas forseti að halda áfram að greiða um 61.000 opinberum starfsmönnum og öryggisvörðum laun fyrir að sitja heima og starfa ekki fyrir nýju stjórnarherrana.

Endurskoðendur ESB vita ekki nákvæmlega hve margir opinberir starfsmenn á Gaza sitjha enn heima en þeir kynntu sér starfsmannahald einnar skrifstofu þar sem 90 af 125 manna starfsliði komu ekki til vinnu.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS