François Hollande Frakklandsforseti er sagður eiga í ástarsambandi við leikkonuna Julie Gayet. Þetta kemur fram í tímaritinu Closer föstudaginn 10. janúar og er birt sama dag á vefsíðum allra miðla í Frakklandi.
Closer birtir sjö myndasíður til stuðnings frétt sinni. Hollande bregst hinn versti við frásögninni, segir hana „árás á einkalíf“ sitt og hótar málaferlum. Hann neitar ekki ástarsambandinu. Nokkrir stjórnmálamenn hafa snúist til varnar forsetanum og segja frásögnina „fyrirlitlega“.
Á forsíðu Closer er mynd af Frakklandsforseta og fyrirsögnin: Leyniást forsetans. Forsetinn sést meðal annars með hjálm og klæddur sem ökumaður vélhjóls en sagt er að þannig fari hann (59 ára) með leynd á ástarfundi í skjóli nætur. Honum fylgi aðeins einn öryggisvörður sem stundum hlaupi undir bagga og kaupi hveitihorn í morgunverð.
Closer segir að í kringum nýársdag hafi hjálmi varinn forseti farið til leikkonunnar (41 árs) þar sem hann hafi gerst tíður næturgestur undanfarið. Því er lýst hvernig Hollande hafi hagað ferð sinni úr íbúðinni í 15. hverfi þar sem hann býr með Valérie Trierweiler, sambýliskonu sinni, til íbúðar Gayet í 11. hverfi Parísar.
Í Closer eru birtar myndir af manni með hjálm og situr hann aftan á vélhjóli undir stjórn öryggisvarðar.
Í desember var sagt frá því í franska vikublaðinu L´Express að öryggisverðir franska forsetans hefðu vaxandi áhyggjur af tíðum „einkaerindum“ forsetans.
Gayet er kunn leikkona í Frakklandi og kemur þar oft fram í sjónvarpi meðal annars til að styðja sósíalista og Hollande. Í auglýsingamynd í kosningabaráttunni 2012 sagði hún Hollande „frábæran“ og „hógværan og mjög góðan hlustanda“. Hún hefur leikið í meira en 50 myndum og á tvö börn.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.