Laugardagurinn 28. maí 2022

Sigmundur Davíð telur ný tækifæri opnast fyrir Íslendinga í Norður-Íshafi með afturköllun ESB-umsóknar


5. mars 2014 klukkan 18:10

Forsætisráðherra tekur undir þá skoðun pófessors frá Kanada að Íslandi hafi verið haldið frá umræðum um stjórn fiskveiða í Norður-Íshafi vegna ESB-aðildarumsóknarinnar. Hann telur Íslendingum nú allir vegir færir í þessu efni vegna ákvörðunar ríkisstjórnar sinnar um að hætta viðræðunum við ESB.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði spurningum í þættinum Reykjavík síðdegis á Bygljunni miðvikudaginn 5. mars. Hann ræddi meðal annars um þá staðreynd að Íslendingum er haldið frá umræðum um fiskveiðistjórnun í Norður-Íshafi og sagði:

„Allir eru meira og minna sammála um það að tækifærin eru gríðarlega mikil þar. Við Íslendingar höfum verið mjög ósáttir við þá staðreynd að okkur hefur verið haldið fyrir utan samstarf fimm norðurslóðsríkja. Hingað kom Michael Byers, kanadískur sérfræðingur í norðurslóðamálum, og útskýrði að ástæðan fyrir því að Íslandi hefði verið haldið fyrir utan þetta stamstarf væri sú að þessi umræddu ríki vildu ekki fá Evrópusambandið þangað inn. Niðurstaðan var því sú að nú þegar stefnubreyting hefur orðið hvað þetta varðar þá væru okkur allir vegir færir.“

Hér vísar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson til þess eða fulltrúar fimm norðurskautsríkja: Bandaríkjanna, Kanada, Danmerkur/Grænlands, Noregs og Rússlands komu saman í Nuuk á Grænlandi 24. til 26. febrúar og ræddu veiðar fyrir utan 200 sjómílna mörk ríkjanna í Norður-Íshafi. Ríkin vilja koma í veg fyrir að annarra þjóða skip stundi veiðar á þessu 2,8 milljón ferkílómetra hafsvæði.

Fulltrúar þessara ríkja, þar á meðal utanríkisráðherrar þeirra, hafa hist á fundum undanfarin ár og haft að engu óskir íslenskra stjórnvalda um aðild að fundunum. Efnislegar ástæður andstöðunnar við Ísland skýrðust ekki fyrr en Michael Byers, lögfræðiprófessor frá British Columbia í Kanada, var hér á landi fyrir nokkrum vikum og lýsti þeim á þann veg sem forsætisráðherra nefndi í samtalinu við Bylgjuna.

Byers sagði í samtali við kanadíska fjölmiðla að loknum fundinum í Nuuk að hann hefði átt von á meiri árangri á fundinum. Engin veiði væri nú stunduð á umræddu hafsvæði svo að ríkin misstu ekki spón úr aski sínum með að banna alfarið veiðar á þessum slóðum. Á fundinum hefði aðeins verið talað um einhverjar tímabundnar aðgerðir. „Á fundinum í Nuuk gerðist ekkert markvert,“ sagði Byers.

Fram kom á fundinum að ríkin ættu ekki síðasta orðið um ráðstöfun á þessu svæði utan lögsögu þeirra. Byers telur að til þess muni koma að settar verði einhvers konar fjölþjóðlegt stjórnkerfi vegna hugsanlegra fiskveiða á þessum slóðum og verði þar um svæðisbundið kerfi eins og nú er á Norður-Atlantshafi.

Ríkin í Norðurskautsráðinu eru Bandaríkin, Danmörk/Grænland, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS