Gasviðskipti Þjóðverja við Rússa ógna evrópsku fullveldi sagði Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, mánudaginn 10. mars og eru orð hans talin til marks um vaxandi spennu milli Rússa og Vesturlanda vegna stöðunnar í Úkraínu.
„Það hve Þjóðverjar eiga mikið undir gasi frá Rússum getur í raun takmarkað evrópskt fullveldi, ég efast ekki um það,“ sagði Donald Tusk við blaðamenn í Varsjá tveimur dögum áður en Angela Merkel Þýskalandskanslari kemur þangað í heimsókn.
Um það bil fjórðungur af útfluttu jarðgasi Rússa fer til Þýskalands og Þjóðverjar eru einnig stærstu kaupendur olíu frá Rússum. Um þriðjungur þess gass og olíu sem brennt er í Þýskalandi kemur frá Rússlandi og Þjóðverjar hafa fjárfest mikið í Rússlandi og eiga almennt mikið undir viðskiptum við Rússa.
Þjóðverjar hafa reynt að milda afstöðu Vesturlanda gagnvart ráðamönnum í Moskvu vegna Úkraínu en fréttaskýrendur segja að rödd þeirra sé næsta hjáróma vegna þess hve þeir hafa mikilla efnahagslegra hagsmuna að gæta í samskiptum við Rússa.
„Framtíðaröryggi Evrópusambandsins ræðst af því sem gerist í Úkraínu,“ sagði Tusk í heimsókn til herstöðvar í norðurhluta Póllands til að fagna því að 15 ár eru liðin frá því að Pólland varð eitt af NATO-ríkjunum.
Angela Merkel er væntanleg í heimsókn til Póllands miðvikudaginn 12. mars. „Ég mun ræða af miklli hreinskilni við Merkel og leiða henni fyrir sjónir að núverandi aðstæður og stefnan í gaskaupum geta ógnað öryggi og fullveldi í allri Evrópu,“ sagði Tusk. „Þetta snertir að sjálfsögðu ekki aðeins Þýskaland en undanfarin ár hefur Þýskaland verið skýrt dæmi um þetta.“
Angela Merkel sagði í símtali við Vladimír Pútín Rússlandsforseta sunnudaginn 9. mars að hún teldi að þjóðaratkvæðagreiðsla sem boðuð hefur verið á Krímskaga síðar í mánuðinum um hvort íbúarnir vilji verða hluti af Rússlandi væri „ólögleg“. Hún bryti í bága við stjórnarskrá Úkraínu.
Merkel ræddi ástandið í Úkraínu einnig í símtali við Xi Jinping, forseta Kína. Var haft eftir talsmanni Merkel að Kínaforseti væri hlynntur að pólitísk lausn yrði fundinn „með samtölum“. Leysa yrði málið með vísan til alþjóðalaga.
Boðað hefur verið þjóðaratkvæðagreiðslu á Krímskaga sunnudaginn 16. mars þar sem spurt verður hvort kjósendur vilji áfram vera hluti af Úkraínu eða verða hluti af Rússlandi.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.