Mánudagurinn 27. júní 2022

Grænlendingar reiðir Færeyingum vegna makrílsamkomulagsins - telja gengið á rétt sinn - land­stjórnin fer sér hægt í málinu


22. mars 2014 klukkan 11:14
Frá landsþingi Grænlands.

Aleqa Hammond, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir að Grænlendingar séu ekki aðilar að makrílsamkomulaginu af því að þeir séu ekki strandríki og þeir hafi ekki áform um að gerast aðilar að því. Hún svaraði gagnrýni stjórnarandstæðinga í Inuit Ataqatigiit (IA) á þennan veg þegar þeir gagnrýndu stjórn hennar fyrir að hafa sofið á verðinum við gerð makrílsamkomulagsins. Beinist reiði grænlenskra stjórnmálamanna mjög að Færeyingum vegna samkomulagsins. Frá þessu var sagt í grænlenska útvarpinu föstudaginn 21. mars.

„Grænlendingar sváfu ekki á verðinum. Okkur ber að virða að aðrar þjóðir kjósi að semja um fiskveiðar sín á milli. Aðrar þjóðir eiga einnig að viðurkenna samninga sem við gerum, þannig er málum háttað í stjórnmálum,“ sagði Hammond.

Hún benti einnig á að ættu Grænlendingar að öðlast rétt sem strandríki yrðu þeir að stunda tilraunaveiðar og fá skjalfest að makrílveiðar væru varanlegar. Við svo búið stæðu þeir jafnfætis öðrum þjóðum sem nytu réttinda strandríkja og þá gætu þeir ákveðið kvóta og gert samninga.

„Ég ætla ekki að skipta mér af fiskveiðisamningum Færeyinga, þeir eiga ekki heldur að skipta sér af okkar fiskveiðisamningum. Við nýtum þann rétt sem okkur ber sem þjóð,“ sagði Aleqa Hammond

Hún hvatti til þess að hafnar yrðu umræður um nýjar fisktegundir sem kæmu til sögunnar vegna loftslagsbreytinga. Það væri mikilvægt að ræða um nýtingu sameiginlegra auðlinda ólíkra þjóða og taldi hún að vest-norræna samstarfið skapaði grundvöll til slíkra viðræðna.

Á grænlenska landsþinginu lýsti Ane Hansen frá Inuit Ataqatigiit miklum vonbrigðum með þríhliða samkomulagið um makríl og taldi það skaða hagsmuni Grænlendinga. IA lýsti sérstökum vonbrigðum með framgöngu Færeyinga með hliðsjón af því að Grænlendingar hefðu jafnan stutt Færeyinga við gæslu fiskveiðihagsmuna sinna.

IA taldi að hugsanlega væri nauðsynlegt að endurskoða fiskveiðisamning ESB og Grænlands vegna makrílsamkomulagsins og málið gæti orðið að vandamáli innan danska ríkisins. Flokkurinn hvatti landstjórnina til að mótmæla nýgerðu samkomulagi.

Í Atassut-flokknum á Grænlandi voru menn einnig reiðir vegna þríhliða samkomulagsins. Talsmenn flokksins minntu á að Grænlendingar hefðu stutt Færeyinga í síldardeilunni við ESB. Færeyingar sýndu nú sitt rétta andlit og eigingirni (egoisma) og sviku Grænlendinga og Íslendinga. Hvöttu þeir landstjórn Grænlands til að gagnrýna Færeyinga harðlega og lýsa efasemdum um hvort almennt megi treysta Færeyingum. Einnig bæri landstjórninni að koma sem allra fyrst á fundi sjávarútvegsráðherra Grænlands, Íslands og Rússlands til að reyna að minnka tjónið af samkomulaginu eins og frekast sé unnt.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleiri fréttir

Kolbeinn Árnason: Óþarfi að ræða frekar við ESB vegna afstöðu Brusselmanna í sjávar­útvegsmálum - tvær Evrópu­skýrslur styðja sjónarmið LÍÚ

Kolbeinn Árnason, framkvæmda­stjóri Lands­sambands íslenskra útvegs­manna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópu­skýrslum, frá Hagfræði­stofnun HÍ og Alþjóða­mála­stofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...

Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?

Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.

Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu

Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópu­þingsins þess efnis að Evrópu­sambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.

Holland: Útgönguspár benda til að Frelsis­flokkur Wilders tapi fylgi

Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsis­flokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópu­þingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópu­þinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS