Jóhannes Páll páfi II. og Jóhannes páfi XXIII. verða teknir í dýrlingatölu sunnudaginn 27. apríl við hátíðlega athöfn í Róm undir forystu Frans páfa en talið er líklegt að Benedikt páfi XVI. verði einnig við athöfnina sem er einstæð í allri sögu rómversk kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. tók við embætti páfa af Jóhannesi Páli II. og blessaði hann árið 2011 sem er skref í átt til að kirkjan taki menn í tölu heilagra.
Unnt verður að fylgjast með athöfninni í sjónvarpi um heim allan í „mondovision“ eins og sagt er á rómönskum málum. Þjóðarleiðtogar frá 24 löndum verða í Péturskirkjunni og opinberar sendinefndir frá 90 löndum en auk þess er talið að milljón manns komi saman í Róm af þessu hátíðlega tilefni og verður unnt að fylgjast með því sem gerist í Péturskirkjunni og við hana á risaskjám um alla borgina.
Litið er á hinn mikla áhuga á þessum sögulega atburði sem enn eitt og einstakt tækifæri fyrir Frans páfa til að sýna enn og sanna hve mikilla og almennra vinsælda hann nýtur en fyrst og síðast staðfestist enn hve Jóhannes Páll II. höfðaði um sína daga sterkt til margra um heim allan. Tæp milljón manna var á götum Rómar fyrir þremur árum þegar hann var blessaður.
Í franska blaðinu Le Monde segir að ekkert hafi knúið Frans páfa til að fella saman í eina athöfn að taka páfana tvo í heilagra manna tölu. Með því að gera það árétti Frans hins vegar tengslin milli þessara vinsælu páfa sem hvor um sig setti sterkan svip á kirkjuna. Jóhannes XXIII. sat ekki nema fjögur ár (1958 til 1963) sem páfi, hann andaðist á meðan annað Vatíkanþingið (1962 til 1965) stóð. Hann boðaði óvænt til þess öllum til undrunar með það fyrir augum að opna kirkjuna gagnvart heiminum. Jóhannes Páll II sat sem páfi í 27 ár og síðustu árin voru honum erfið vegna veikinda. Hann var íhaldssamur páfi og valdi sér kjörorðið „Óttist ekki“ að taka á móti Kristi og samþykkja vald hans.
Jóhannes Páll II. tók upp aðra starfshætti en forverar hans og ferðaðist til allra heimshorna í 140 ferðum, hann kom hingað til lands sumarið 1989. Heimsóknir hans til kommúnistalanda eru taldar hafa flýtt fyrir hruni kommúnismans og ritaðar hafa verið bækur um hann, Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, til að árétta sameiginlegan þátt þeirra í andstöðunni við kommúnista.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að í tveimur nýlegum Evrópuskýrslum, frá Hagfræðistofnun HÍ og Alþjóðamálastofnun HÍ, komi fram rök sem styðji þá afstöðu LÍÚ að Ísland eigi að standa utan ESB. Þá segir hann óþarfa að ganga lengra í viðræðum við ES...
Norðurslóðir: Risastórir öskuhaugar fastir í ís?
Rannsóknir benda til að hlýnun jarðar og sú bráðnun hafíss, sem af henni leiðir geti losað um 1 trilljón úrgangshluta úr plasti, sem hafi verið hent í sjó og sitji nú fastir í ísbreiðum á Norðurslóðum. Þetta segja rannsakendur að geti gerzt á einum áratug. Meðal þess sem rannsóknir hafa leitt í ljós er að slíkir öskuhaugar séu að myndast á Barentshafi.
Þýzkaland: Merkel segir ESB ekki bandalag um félagslega þjónustu
Angela Merkel liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli, sem hún lét falla, nú nokkrum dögum fyrir kosningar til Evrópuþingsins þess efnis að Evrópusambandið væri ekki „socialunion“ eða bandalag um félagslega þjónustu.
Holland: Útgönguspár benda til að Frelsisflokkur Wilders tapi fylgi
Útgönguspár, sem birtar voru í Hollandi í gærkvöldi benda til að Frelsisflokkur Geert Wilders muni tapa fylgi í kosningunum til Evrópuþingsins sem hófust í gærmorgun og að þingmönnumhans á Evrópuþinginu fækki um tvo en þeir hafa verið fimm. Þetta gengur þvert á spár um uppgang flokka lengst til hægri í þeim kosningum.