Athygli vekur, að engar umræður eru á alþingi um ESB-málefni. Örsjaldan svarar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fyrirspurnum um málið. Að hann gefi alþingi skýrslu um stöðu þess er óþekkt. Þá er málið ekki rætt utan dagskrár.
Að sögn þingmanna, sem hafa viljað ræða málið við Össur í þingsalnum, skorast Össur undan öllum slíkum tilmælum með því að vísa til þess, að málið sé á ábyrgð alþingis. Þingið hafi samþykkt að ganga til viðræðna við ESB, meiri hluti utanríkismálanefndar þingsins hafi reifað efnisleg skilyrði aðildar. Hann [Össur] sé ekki annað en verkfæri í höndum alþingis og þess vegna þjóni engum tilgangi að rökræða eitthvað við sig í þingsalnum!
Með þessu er Össur í reynd að varpa pólitískri ábyrgð á ESB-umsókninni frá sér og á herðar Árna Þórs Sigurðssonar, hins vinstri-græna formanns utanríkismálanefndar alþingis. Árni Þór er aðildarsinni eins og Össur og miðað við stöðuna innan stjórnarflokkanna er það þægindasamkomulag á milli þeirra ESB-skoðanabræðranna, Össurar og Árna Þórs, best sé að þegja sem mest um ESB. Það sé besta leiðin til troða Íslendingum í poka þess, enda hafi það alltaf vakað fyrir Samfylkingunni að fara í pokann í Brussel en ekki kynna sér, hvað sé í honum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...