Laugardagurinn 28. maí 2022

Össur í trúnaðarviðræðum við Bildt


23. maí 2010 klukkan 10:35

Föstudaginn 21. maí hitti Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíðþjóðar, að því er Bildt segir frá á vefsíðu sinni, en þar kallar hann Össur „gode vännen“. Bildt segir, að þeir Össur hittist reglulega til að ráða ráðum sínum og „stämma av olika saker – centrerade kring vad vi gör och kan göra för att hjälpa detta vårt nordiska broderland i en rätt så besvärlig tid. I Island är det nu närmast kommunalvalen som står på den politiska dagsordningen.“

Carl Bildt

Óneitanlega er dálítið undarlegt að skoða þurfi vefsíðu Carls Bildts til að fræðast um ferðir Össurar. Ekki er sagt frá heimsókn utanríkisráðherra til Svíþjóðar á vefsíðu utanríkisráðuneytisins.

Af frásögn Bildts má ráða, að Össur hafi hitt hann til að gefa honum skýrslu um stöðu íslenskra stjórnmála í aðdraganda sveitarstjórnakosninganna. Spurning er, hvort hann hafi upplýst hann um ágreining innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna um ESB-aðildina og þverrandi áhuga Íslendinga á aðild.

Bildt lætur þess getið, að þennan sama föstudag sé Fredrik Reinfeldt, sænski forsætisráðherrann, á fundi norrænna forsætisráðherra í Kaupmannahöfn og þar verði líklega rætt um stöðu Íslands. Hér á landi sagði forsætisráðuneytið, að Jóhanna ætlaði að ræða hnattvæðinguna í Kaupmannahöfn!

Í Icesave-málinu hafa Svíar dregið taum Breta og Hollendinga og sagt Íslendinga eiga að líta í eigin barm en ekki annarra. Að þeir hafi byggt þessa stefnu á reglulegum trúnaðarsamtölum Bildts og Össurar má ráða af því, hvernig Bildt ræðir samband þeirra Össurar á vefsíðu sinni.

Fredrik Reinfeldt är på nordiskt statsministermöte i Köpenhamn, och med all sannolikhet har Islands situation diskuterats även där.

Man även denna dag kommer det att finnas anledning att nära följa utvecklingen på de finansiella marknaderna. Och vi har all anledning att fortsätta att överväga de närmare politiska slutsatserna och följderna av den ekonomiska osäkerhet som vi just nu står mitt uppe i.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS