Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og áhugamaður um aðild Íslands að Evrópusambandinu, skrifaði á dögunum grein um vestræna samvinnu í Fréttablaðið og lét eins og þar kæmu Bandaríkin ekki lengur við sögu, helur snerist hún um aðild að ESB. Hinn 29. júlí ritar hinn sami Baldur í sama blað grein undir fyrirsögninni: ESB eflir íslenska menningu. Þar segir meðal annars:
„Þátttaka í menningaráætlunum ESB í gegnum EES hefur styrkt íslenska menningu. Fjöldi menningarstyrkja sem landsmönnum hefur hlotnast á öllum þessum sviðum ber þessu vitni. Útkoman er öflugra menningarlíf þar sem íslensk þekking og hefðir hafa fengið að njóta sín.
Eitt af markmiðum Evrópusamvinnunnar er að styrkja menningu þjóða Evrópu. ESB stuðlar til dæmis að eflingu allra tungumála og viðhaldi gamalgróinna hefða meðal þjóða sambandsins. Evrópsk menning byggir á virðingu fyrir frelsi og frumkvæði einstaklinga og þjóða.
Eitt öflugasta tæki sem við Íslendingar höfum til að efla enn frekar menningu okkar er að taka virkari þátt í starfi ESB. Þannig náum við að styrkja íslenska menningu enn frekar. Nú er lag.“
Undir þetta skal tekið og á það bent, að Íslendingar geta notið þessa evrópska menningarsamstarfs áfram, án þess að ganga í Evrópusambandið. Baldur færir ekki nein rök fyrir því í grein sinni, að aðild að ESB breyti neinu í því efni.
Grein Baldurs er til marks um, að þeir hlutir, sem nú þegar eru snar þáttur í samstarfi Íslands og ESB, eru settir í þann búning, að eitthvað breytist við ESB-aðild. Baldur skuldar lesendum sínum grein um það efni.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...