Sunnudagurinn 29. maí 2022

Jón Ásgeir, ESB og Samfylkingin


1. ágúst 2010 klukkan 14:47

Pottverjar sjá, ađ Páll Vilhjálmsson, sem í áranna rás hefur fylgst međ framvindu Baugsmiđlanna, veltir eftirfarandi fyrir sér á bloggi sínu 1. ágúst:

„Glettilega margir sem mćrđu Jón Ásgeir á máttardögum hans eru jafnframt í stuđningsliđi Samfylkingar sem vill koma Íslandi í Evrópusambandiđ.

Hver ćtli skýringin sé?“

Í pottinum efast menn ekki um skýringuna. Jón Ásgeir leit á ađild ađ Evrópusambandinu sem bjarghring fyrir sig, ţegar allt var komiđ í óefni sumariđ 2008 og hann sá, ađ ekki var lengur unnt ađ halda áfram á braut skuldasöfnunar, ţegar lánaleiđir voru ađ lokast. Hann gat auđvitađ ekki litiđ gagnrýnisaugum í eigin barm. Hann fann ađra sökudólga, ţađ er krónuna og andstćđinga Íslands viđ ESB-ađild.

Jón Ásgeir Jóhannesson

Ţetta kemur vel fram í viđtali, sem Agnes Bragadóttir átti viđ Jón Ásgeir og birtist í Morgunblađinu 29. júní, eftir ađ hćstiréttur hafđ fellt dóm sinn í Baugsmálinu. Undir lok viđtalsins víkur Agnes ađ ţví, ađ Jón Ásgeir hafi undanfarna mánuđi veriđ ófeiminn viđ ađ úthrópa íslensku krónuna og dásama evruna. Jón Ásgeir segir:

„Viđ finnum fyrir ţví sem erum međ rekstur erlendis, ađ ţađ er orđiđ vont ađ vera Íslendingur í viđskiptum ţar, umtaliđ um Ísland og Íslendinga er neikvćtt og traustiđ og tiltrúin sem viđ áđur nutum, er ekki lengur fyrir hendi. Viđ eigum bara eina leiđ og hún er sú ađ gefa út yfirlýsingu um ađ viđ hyggjumst sćkja um ađild ađ Evrópusambandinu. Bara ţađ ađ gefa út yfirlýsingu um ađ viđ ćtlum ađ spila á ţeim leikvelli sem Evrópusambandiđ er, myndi strax auka tiltrú annarra og traust á Íslandi, sem myndi ţá bara hafa jákvćđ áhrif bćđi úti og hér heima.

Auđvitađ tekur ţađ Íslendinga ákveđinn tíma, ađ koma málum hér heima í ţađ horf, ađ viđ vćrum tćk í Evrópusambandiđ, en svona yfirlýsing vćri allavega fyrsta stóra og jákvćđa skrefiđ.

Ţađ sér ţađ hver heilvita mađur, ađ engin ríkisstjórn á ađ geta gert ţađ, sem núverandi ríkisstjórn gerđi fyrir rúmu ári, ţegar hún var mynduđ og yfirlýsingar voru gefnar um ađ ađild ađ ESB yrđi ekki á dagskrá nćstu fjögur árin. Slík vinnubrögđ ganga bara ekki upp. Svona mál er ekki hćgt ađ frysta í fjögur ár.

Viđ lifum viđ allt annan veruleika og í allt öđrum heimi, en viđ gerđum fyrir réttu ári síđan. Viđ erum í stórkostlegri tilvistarkreppu međ ţennan handónýta gjaldmiđil, krónuna og ţađ er ekkert nema svartnćtti framundan, ef menn horfast ekki í augu viđ stađreyndir málsins.

Eina raunverulega styrking krónunnar sem viđ getum náđ fram, er sú ađ viđ lýsum ţví yfir ađ viđ ćtlum ađ hćtta međ ţennan gjaldmiđil og undirbúa ađildarumsókn okkar ađ Evrópusambandinu.“

Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar tók undir ţessa herhvöt Jóns Ásgeirs, enda hafđi hún allan tíma Baugsmálsins bergmálađ hagsmuni Jóns Ásgeirs og Jóhannesar í Bónus. Ţá var Samfylkingin ađ berjast gegn ţví, ađ auđmenn og félög ţeirra sćttu of ţungu eftirliti af hálfu ríkisins. Ţegar Jón Ásgeir hafđi gengiđ veginn á enda innan íslenska bankakerfisins vildi hann komast í meiri fjármuni međ ađild ađ ESB eđa bara yfirlýsingu um ađild, Samfylkingin lét ekki segja sér ţađ tvisvar.

Međ ţví ađ ráđa Ólaf Stephensen sem ritstjóra Fréttablađsins sýndi Jón Ásgeir Samfylkingunni svart á hvítu, ađ hann ćtlađi ađ beita fjölmiđlum sínum í ţágu ESB-málstađarins. Álitsgjafahópurinn, sem er hćttur ađ bera blak af Jóni Ásgeiri vegna viđskiptasnilldar hans, heldur skjóli innan fjölmiđlaveldis hans međ ţví ađ mćla međ ađild ađ ESB.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS