Samskiptaleiðir á milli ráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde frá vori 2007 og fram á vetur 2009 hafa bersýnilega verið mjög erfiðar og stundum ófærar, ef marka má greinargerð þá, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sendi þingmönnum fyrir helgi. Hingað til hefur aðallega verið rætt um alla þá fundi, sem Björgvin G. Sigurðsson var haldið frá og um upplýsingar, sem hann fékk ekki aðgang að.
En svo virðist sem þessi útilokun hafi verið gagnkvæm.
Ingibjörg Sólrún segir um atburði sumarsins og haustins 2008:
„Þannig var mér ekki kunnugt um bréf FSA til Landsbankans dags. 15. ágúst um flutning skuldbindinga vegna Icesave-málsins til Heritable Bank en bæði forsætisráðherra og viðskiptaráðherra var kynnt þetta bréf (RNA hefti 6, bls 26-28 og 220-221). Mér var heldur ekki kunnugt um fund viðskiptaráðherra og formanns stjórnar FME o.fl. með Alistair Darling í London um sama efni 2. sept. 2008 (RNA hefti 6, bls 29-31). Loks hafði ég enga vitneskju um bréf sem viðskiptaráðherra, forsætisráðherra og fjármálaráðherra samþykktu að senda til FSA 20. ágúst 2008 um hugsanlega aðkomu ríkisins að Tryggingasjóði innistæðueigenda (RNA hefti 7,bls. 246).“
Hvaða sögu segja gagnkvæmar ásakanir Ingibjargar Sólrúnar og Björgvins G. Sigurðssonar um Samfylkinguna?
Hvernig stendur á því að utanríkisráðherra er ekki sagt frá fyrirhuguðum fundi fagráðherra með fjármálaráðherra Bretlands?
Þó er ljóst að ráðuneyti utanríkisráðherrans hlýtur að hafa vitað um fundinn!
Svari hver fyrir sig.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...