Í fréttum RÚV í kvöld, föstudagskvöld, birtist frétt um fjölmennan fund, sem ríkisstjórnin efndi til í dag, þar sem saman voru komnir ráðherrar, embættismenn, forráðamenn sveitarfélaga, þingmenn o.fl. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra kom fram í fréttunum og virtist tala um það í alvöru að fundarhöld af þessu tagi væru aðferð til þess að skapa ný störf og draga úr atvinnuleysi.
Getur verið að Jóhanna Sigurðardóttir trúi þessu sjálf?
Getur verið að ráðherrar í ríkisstjórninni trúi þessu?
Getur verið að aðrir fundarmenn, sem þarna voru saman komnir trúi því að svona fundir geti leitt til atvinnusköpunar?!
Ef svo er fer ekki á milli mála að þarna er skýringuna að finna á því að ríkisstjórninni hefur ekki á tveimur árum tekizt að koma nokkurri hreyfingu á atvinnuuppbyggingu.
Atvinna verður ekki til með fundarhöldum af þessu tagi.
Hún getur orðið til með virkum aðgerðum af hálfu opinberra aðila til þess að skapa umhverfi, sem ýtir undir atvinnusköpun. En störfin sjálf verða bara til með framtaki fólksins sjálfs, sem starfar út í atvinnulífinu.
Vinnubrögð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru farin að minna á 5 ára áætlanir Sovétríkjanna á sínum tíma, þar sem mörg störf og miklar framfarir urðu til á pappírnum en aldrei í raunveruleikanum.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...