Sunnudagurinn 29. maí 2022

Hver segir að Bretar og Hollendingar fari fyrir dómstóla?


21. febrúar 2011 klukkan 08:01

mbl.is

Sumir lögfræðingar halda því fram í blöðunum í dag, að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave III snúizt um það hvort sá samningur verði staðfestur eða deilan fari fyrir dómstóla. Hvaðan kemur þeim sá vísdómur? Hver getur fullyrt að Bretar og Hoillendingar fari með málið fyrir dómstóla? Varla fara Íslendingar með málið þá leið verði samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu!

Það má vel vera að frá sjónarhóli þeirra, sem horfa á málið frá lögfræðilegu sjónarmiði eingöngu sé líklegast að deilumál fari fyrir dómstóla, sem ekki hefur tekizt að leysa með samningum.

En í deilum þjóða á milli á alþjóða vettvangi koma fleiri sjónarmið til sögunnar, eins og m.a. má sjá í gögnum, sem birt hafa verið á vef Donalds Rumsfelds, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem var sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu á tímum seinni þorskastríðanna.

Hvers vegna lögðu Bandaríkjamenn að Bretum að gefast upp fyrir Íslendingum í þorskastríðunum? Vegna þess að Bandaríkjamenn mátu það svo, að MEIRI HAGSMUNIR væru í húfi en fiskveiðar Breta á Íslandsmiðum.

Felli þjóðin Icesave III í þjóðaratkvæði og Bretar og Hollendingar íhugi að fara dómstólaleiðina vaknar sú spurning ekki bara hjá þeim heldur í öllu hinu alþjóðlega fjármálakerfi, hvaða afleiðingar það mundi hafa ef Bretar og Hollendingar töpuðu málinu fyrir dómstól. Og þá er auðvelt að sjá símalínur loga landa á milli til þess að koma í veg fyrir að slík áhætta verði tekin. Í bókhaldi Breta og Hollendinga snúist Icesave um svo litlar upphæðir að ekki sé hægt að taka áhættuna af því að sú litla þúfa velti þyngra hlassi.

Hin endanlega ákvörðun Breta og Hollendinga verður ekki tekin út frá lögfræðilegum sjónarmiðum. Hún mun byggjast á stórpólitískum og miklum fjárhagslegum hagsmunum hins alþjóðlega fjármálakerfis.

Þess vegna ættu lögfræðingarnir, sem nú segja þjóðinni að atkvæðagreiðsla hennar snúist annað hvort um að segja já við samningunum sem fyrir liggja eða að málið fari fyrir dómstóla að hafa fyrirvara á yfirlýsingum sínum.

Þeir horfi á málið út frá lögfræðilega sjónarhorni eingöngu. Þeir verði að viðurkenna að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi muni horfa til fleiri átta.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS