Hér á þessum vettvangi hafa verið færð rök fyrir því, að ekkert liggi fyrir um að Bretar og Hollendingar mundu leita til dómstóla felli íslenzka þjóðin Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl. Jafnframt hefur komið fram að jafnvel þótt ESA fari með málið til EFTA-dómstólsins yrðu Bretar og Hollendingar að hefja mál fyrir íslenzkum dómstólum til þess að hafa í höndum aðfararhæfa kröfu.
Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður hefur bent á, að ekkert liggi fyrir um að vextir yrðu dæmdir í slíku máli. Þá bendir Reimar á, að kröfur Breta og Hollendinga byrji að fyrnast í október 2012.
Þegar á allt þetta er litið er erfitt að skilja málflutning þeirra ráðherra, þingmanna og fjölmiðla, sem halda því fram, að Íslendingar eigi bara tveggja kosta völ, að samþykkja Icesave III eða taka áhættu af dómstólaleiðinni. Sú áhætta, sem fylgir dómstólaleiðinni er augljóslega mun takmarkaðri heldur en þessir aðilar halda fram.
Hvað ætli valdi því, að í bráðum tvö ár hefur hópur stjórnmálamanna, embættismanna og sérfræðinga reynt að hræða íslenzku þjóðina til að borga sem mest af skuldum einkafyrirtækis í útlöndum?
Hvað ætli valdi því, að tveir vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa verið í forystu fyrir þeim hópi, Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson með dyggum stuðningi Jóhönnu Sigurðardóttur. Viðleitni þeirra lýsir Financial Times á þann veg, að með því yrðu Íslendingar bundnir á skuldaklafa Breta og Hollendinga í 35 ár.
Og rétt að halda því til haga að í upphafi héldu þessir aðilar því fram, að Íslendingum bæri skylda til skv. samningunum um EES að borga. Sú fullyrðing hefur verið hrakin með eftirminnilegum hætti m.a. af Rannsóknarnefnd Alþingis.
Nú heyrist hún ekki lengur.
Hvenær þagna staðhæfingarnar um dómstólana?
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...