Nýjar tölur um verðbólgu benda til að þróunin sé mjög varasöm og stefni í átt til aukinnar verðbólgu. Nýjustu tölur Hagstofunnar nú í lok apríl eru að vísitala neyzluvöruverðs hafi hækkað um 0,78%. Verðbólguhraðinn síðustu 3 mánuði er kominn í 12,3% og verðbólgan síðustu 12 mánuði nemur 2,8% og er þar með orðin hærri en verðbólgumarkmið Seðlabankans. Því fer fjarri, að ríkisstjórn og Seðlabanki séu að ná tökum á verðbólgunni, heldur þvert á móti. Þetta er að vísu það sama og er að gerast í flestum nálægum löndum en allir sjá hættuna, sem er fólgin í þessari þróun hér. Hinn almenni launamaður má ekki við neinum hækkunum hvorki á verði vöru eða þjónustu eða opinberum gjöldum. Að ekki sé talað um verðtryggingu lánaskuldbindinga. Og það má atvinnureksturinn ekki heldur.
Hvað ætlar ríkisstjórnina að gera til þess að sporna við þessari þróun? Hvaða boðskap hefur hún til launþega um það mál í dag, 1. maí, á hátíðisdegi verkalýðsins? Það eru því miður engar vísbendingar um, að ríkisstjórnin hafi nokkrar hugmyndir um hvernig hún eigi að bregðast við.
Auðvitað er þessi þróun ekki öll hennar sök. Hækkun á verði eldsneytis kemur illa við í öllum löndum. Benzínverð fer enn hækkandi. Og fyrr eða síður kemur þessi hækkun á eldsneyti fram í hærra vöruverði. Það kostar meira að flytja vörur á milli staða, ekki bara á landsbyggðinni. Rekstrarkostnaður bíla, sem flytja vörur innan höfuðborgarsvæðisins hefur hækkað verulega og það hlýtur að koma fram með einum eða öðrum hætti í vöruverði.
Við Íslendingar höfum langa og vonda reynzlu af verðbólgu. Við vitum að þegar hún er komin af stað er erfitt að stöðva þá þróun.
Þessa nýju verðbólguþróun verður að kæfa í fæðingu. Þess sjást engin merki að aðilar vinnumarkaðar séu með hugann við það viðfangsefni.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...