Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vekur máls á mikilvægu atriði varðandi málatilbúnað Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á hendur Íslendingum í grein sem hann ritar í Morgunblaðið 4. maí. Hann minnir á hvernig Per Sanderud, forseti ESA, hefur talað til Íslendinga og furðar sig á því að ekki sé vikið að því í rúmlega 30 blaðsíðna bréfi Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, til ESA, sem skrifað er þegar tæpt ár er liðið frá því að ESA tók málstað Breta og Hollendinga gegn Íslendingum í Icesave-málinu.
Hér á Evrópuvaktinni hefur því sjónarmiði oft verið hreyft frá því að Sanderud var hér á landi í júní 2010 til að fagna 50 ára afmæli EFTA, að hann hafi gert sjálfan sig ef ekki ESA í heild vanhæfa til að fjalla frekar um Icesave-málið. Sanderud hafði mótað sér svo skýra og neikvæða afstöðu í garð Íslendinga að hann ætlaði að koma málstað þeirra fyrir EFTA-dómstólinn, hvað sem það kostaði, auk þess sem hann sagðist sannfærður um að dómstóllinn væri á sínu máli. Var ljóst að efni svarbréfs Íslendinga við áminningarbréfi ESA mundi engu breyta.
Í fyrrnefndri grein sinni segir Sigurður Kári meðal annars að ummæli Sanderuds séu svo gildishlaðin að draga verði í efna að hann „geti með óhlutdrægum hætti tekið afstöðu til þess deilumáls sem hann sjálfur hefur nú til meðferðar“. Þingmaðurinn segir enn fremur:
„Að mínu mati gerðist forseti eftirlitsstofnunarinnar með orðum sínum sekur um að kveða upp dóm í Icesave-málinu fyrirfram og án þess að hafa kynnt sér málstað annars málsaðilans, sem í þessu tilviki er íslenska ríkið.“
Í pottinum taka menn undir þessi orð og lýsa megnri undrun á því að ekki skuli tekið á þessu atriði í bréfi efnahags- og viðskiptaráðherra til ESA. Eitt er víst að þögnin um það verður ekki til að draga úr líkum á hlutdrægri afstöðu stofnunar sem virðist hafa gert upp við sig að hún hafi rétt fyrir sér hvað sem líður þeim svörum sem henni eru send.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...