Sunnudagurinn 29. maí 2022

VG klofnar fyrir næstu kosningar


5. júní 2011 klukkan 08:47

Vinstri grænir eru í raun tveir flokkar. Annar er undir forystu Steingríms J. Hinn undir forystu Ögmundar. Færri og færri hafa trú á að þessir tveir flokkar bjóði fram saman í næstu þingkosningum. Vinstri grænna bíði fylgishrun að óbreyttri forystu. Það þýðir að margir af núverandi þingmönnum flokksins munu falla af þingi að tveimur árum liðnum.

Það yrðu mjög erfitt fyrir þessa tvo flokka að ganga til kosninga í einni fylkingu. Þeir eru ósammála um of margt. Hvernig ætlar Ögmundur að bregðast við, þegar gengið verður á hann í kosningbaráttunni um frammistöðu Steingríms J. í Icesave-málum? Hann mun ekki geta leynt vanþóknun sinni.

Hvernig ætlar Jón Bjarnason að bregðast við í kosningabaráttunni og útskýra þjónkun VG við Samfylkinguna í ESB-málum. Hann mun ekki geta leynt vanþóknun sinni.

Hvernig ætla frambjóðendur Vg yfirleitt að bregðast við þegar þjónustusemi Steingríms J. við erlenda vogunarsjóði og alþjóðlegt fjármálavald verður dregin fram í dagsljósið og maðurinn sem sigaði erlendum fjármagnseigendum á íslenzk heimili og fyrirtæki afhjúpaður?

Og svo má lengi telja.

Líklegast er að Ögmundar-armurinn kljúfi sig frá Vg og bjóði fram sérstaklega.

Það er líka öruggari leið fyrir þau Ögmund, Guðfríði Lilju og stuðningsmenn þeirra til að ná kosningu til Alþingis á ný.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS