Af hverju ætli eyjan.is, óopinbert málgagn Össurar Skarphéðinssonar sé að hæðast að Jóhönnu Sigurðardóttur og gera lítið úr henni? Í dag heldur eyjan því fram að Jóhanna ætli sér að vera formaður Samfylkingarinnar næstu áratugi!
Þessi hæðnisorð eyjunnar í garð Jóhönnu koma í kjölfar þessi að málgagn Össurar lét gera sérstaka skoðanakönnun á stöðu Jóhönnu meðal þjóðarinnar til birtingar um sömu helgi og flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar stóð yfir. Niðurstaða könnunarinnar var sú, að um 60% þjóðarinnar telur Jóhönnu standa sig illa í starfi.
Í kjölfar frétta um þá könnun lak eyjan – sem á sæti á flokksstjórnarfundunum-því út að fundarmenn hefðu hvíslað um það sín í milli að ræða Jóhönnu á fundinum sýndi hvað hún væri orðin úrelt. Ræðan hefði átt heima í Sósíalistaflokknum árið 1947.
Af hverju ætli eyjan.is haldi uppi svona samfelldri herferð á hendur Jóhönnu?
Ástæðan er sennilega sú, sem fjallað hefur verið um hér á Evrópuvaktinni að Össur vinnur markvisst að því að verða kjörinn formaður Samfylkingarinnar á ný og unir ekki þeirri niðurstöðu, að svilkona hans, Ingibjörg Sólrún, hafi hent honum út úr þeirri virðingarstöðu.
Til þess að ná því marki þarf að grafa undan Jóhönnu. Eyjan.is vinnur stöðugt að því og áreiðanlega undir yfirstjórn Össurar.
Líklega liggur svo mikið á vegna þess, að Össur telji sig vera að renna út á tíma. Það sé nú eða aldrei.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...