Miðvikudagurinn 25. maí 2022

Viðskipta­samband Vinstri stjórnar á Íslandi og vogunar­sjóða í útlöndum


16. júlí 2011 klukkan 12:50

Veit ríkisstjórnin hvað hún er að gera í framtíðarþróun íslenzka bankakerfisins? Veit hún hvað hún vill? Fylgir hún einhverri ákveðinni stefnu?

Þessar spurningar vakna við fréttir um sölu á Byr-sparisjóði til Íslandsbanka.

Ári eftir hrun tóku Samfylking og Vinstri grænir ákvörðun um að einkavæða tvo ríkisbanka af þremur, sem urðu til við hrunið með þeim hætti að afhenda þá erlendum lánardrottnum bankanna. Rökin voru þau að það kostaði ríkissjóð minna en ella. Síðar kom í ljós að þessi aðferð kostaði ríkissjóð meira en að halda þeim í ríkiseigu.

Nú eru Arionbanki og Íslandsbanki í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeir munu selja þá við fyrsta tækifæri. Hverjum?

Ríkisstjórnin hefur ekkert gefið til kynna um að hún hyggist setja nýjan lagaramma um starfsemi bankanna.

Nú hefur rikisstjórnin í raun ákveðið að styrkja stöðu erlendra vogunarsjóða á íslenzka bankamarkaðnum með því að selja Byr til Íslandsbanka.

Hvaða rök eru fyrir því að auka hlut vogunarsjóðanna í íslenzka bankakerfinu?

Er ekki ástæða til að Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir útskýri það fyrir þjóðinni?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur ítrekað sagt að hún vilji láta fara fram frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna fyrir áratug.

Það er augljóslega enn meiri ástæða til að fram fari rannsókn á því sterka viðskiptasambandi, sem tekizt hefur á milli vinstri stjórnar á Íslandi og vogunarsjóða í útlöndum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS