Mánudagurinn 27. júní 2022

Nú ætlar Már að hækka vexti!!


26. júlí 2011 klukkan 19:36
Már Guðmundsson

Nú ætlar Már Guðmundsson að hækka vexti að því er hann sjálfur gaf til kynna í fréttum sjónvarps í kvöld! Þessi tilkynning kemur daginn eftir að Steingrímur J. tilkynnti að hann ætlaði að hækka skatta.

Atburðarásin er eitthvað á þessa leið.

Fyrst setjast þeir niður Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson og semja um launahækkanir, sem báðir vita að engar forsendur eru fyrir. Svo bætist Steingrímur J. í hópinn og leggur blessun sína yfir verknaðinn.

Svo byrjar verð að hækka vegna kauphækkana, sem ekki var innistæða fyrir og verðbólgan þar með. Atvinnurekendur segja: við eigum tveggja kosta völ, annað hvort að hækka verðlag eða segja upp fólki og kannski verðum við að gera hvoru tveggja.

Svo kemur Steingrímur J. og segist verða að hækka skatta vegna kjarasamninganna.

Svo kemur Már Guðmundsson og segist verða að hækka vexti vegna verðbólgunnar, sem verður til vegna innistæðulausra kjarasamninga.

Verðlag hækkar, verðtrygging hækkar lánaskuldbindingar landsmanna. Vextir hækka. Afborganir hækka. Afkoman versnar. Allt heimatilbúinn vandi.

Það fer að verða grundvöllur fyrir því að mynda þjóðarhreyfingu til þess að koma þessu fólki frá völdum.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS