„Þrátt fyrir að vandamál evrusvæðisins hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið segir Steingrímur [J. Sigfússon] að hann áskilji sér að sjálfsögðu rétt til að skoða hver niðurstaðan verði í Evrópu og hvernig Evrópusambandið verði eftir nokkur misseri en mikið er talað um meiri samræmingu innan sambandsins vegna kreppunnar.“
Ofangreind klausa birtist síðdegis sunnudaginn 10. júní á mbl.is en þar segir frá áliti Steingríms J. á ákvörðun fjármálaráðherra evru-ríkjanna laugardaginn 9. júní um að veita allt að 100 milljarða evru neyðarlán til að bjarga spænska bankakerfinu. Spánn er fjórða evru-ríkið sem hefur fengið slíka neyðaraðstoð.
Þarna kemst Steingrímur J. að þeirri niðurstöðu að „vandamál evru-svæðisins hafi ekki bein áhrif á“ ESB-aðildarviðræður Íslands. Áður hefur hann sagt að Icesave-málið hafi þar ekki heldur bein áhrif og hið sama segir hann um makríldeiluna. Með öðrum orðum ekkert af því sem veldur vandræðum innan ESB í heild eða í tvíhliða samskiptum Íslands og ESB hefur „bein áhrif“ á það hvort ríkisstjórn Íslands heldur áfram að afsala þjóðinni réttindum til að ESB leggi fram tilboð sem Íslendingar geta greitt atkvæði um í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Steingrímur J, hefur hingað til talað á þann veg að hann sé andvígur aðild Íslands að ESB hvað sem líður niðurstöðum viðræðnanna sem hann hefur átt þátt í að stjórna. Nú segist hann „að sjálfsögðu“ áskilja sér rétt til að skoða hvernig ESB „verði eftir nokkur misseri“. Þar vísar hann væntanlega til þess að áform um ríkisfjármálasamband innan ESB hafa verið kynnt.
Almennt má segja um það sem mbl.is hefur eftir Steingrími J. í hinum tilvitnuðu orðum vekur fleiri spurningar um almenna afstöðu hans til ESB-viðræðnanna en svör. Hvað ætlar Steingrímur J. að láta ESB-viðræðurnar standa í mörg misseri til að hann átti sig á „hvernig Evrópusambandið verður“? Er ekki skynsamlegra að gera hlé á viðræðunum, bíða átekta og leggja það síðan fyrir þjóðina eftir að séð er „hvernig Evrópusambandið verður“ hvort hún vill ganga til viðræðna um aðild að því?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...