Laugardagurinn 28. maí 2022

Prófessor Stefán grípur til uppnefna og ónefna til varnar vondum málstađ


16. september 2012 klukkan 15:36

Ţeir sem muna umrćđur hér á landi á tímum kalda stríđisins minnast ţess ađ stundum gerđu menn mikiđ veđur út af ţví ađ hinn eđa ţessi erlendi frćđimađurinn eđa bođandi ákveđinna skođana kćmi hingađ til lands og kynnti sjónarmiđ sín. Ţessi tími er liđinn og almennt kippa menn sér ekki lengur upp viđ ađ hingađ komi útlendingar og kynni sjónarmiđ sín, hver sem ţau eru.

Stefán Ólafsson

Hér var til dćmis á dögunum frćđimađur frá S-Kóreu, kenndur viđ háskólann í Cambridge í Bretlandi. Hann telur sig hafa fundiđ mikilvćgar veilur í kapítalismanum og hinu frjálsa hagkerfi. Bók hans um ţađ efni hefur komiđ út á íslensku. Einhverjum ţótti nóg um ţessar kenningar en enginn vildi leggja stein í götu mannsins eđa ţeirra sem báru hann á örmum sér, meira ađ segja í fangiđ á sjálfum Agli Helgasyni, umrćđustjóra ríkisfjölmiđilsins, sem taldi frćđimanninn mikinn happafeng fyrir sig.

Nú er hér annar frćđimađur á ferđ kanadíski hagfrćđingurinn dr. Michael Walker (f. 1945), stofnandi Fraser stofnunarinnar í Kanada. Hann flytur fyrirlestur á morgunfundi Rannsóknarmiđstöđvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE) á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 17. september kl. 08.30 um stöđu efnahagslegs frelsis á Íslandi. Tilefni fundarins er útgáfa samanburđarskýrslu um efnahagslegt frelsi ţjóđa, hinnar svonefndu Frelsisvísitölu, sem Fraser stofnunin lćtur reikna út ár hvert. Er ţetta einn útbreiddasti og áreiđanlegasti mćlikvarđi á efnahagslegt frelsi í heiminum.

Michael Walker lauk doktorsprófi frá háskólanum í Vestur-Ontario ţar sem hann kenndi allt fram ađ stofnun Fraser Institute 197. Stjórnađi hann daglegu starfi stofnunarinnar til 2006. Hann hefur starfađ fyrir seđlabanka Kanada og fjármálaráđuneyti landsins. Michael hefur ritstýrt um 45 bókum um hagfrćđileg málefni en fjöldi greina eftir hann hafa birst í virtum tímaritum í Kanada, Bandaríkjunum og Evrópu.

Nú bregđur svo viđ ađ ţeir sem telja umrćđur um efnahagslegt frelsi á Íslandi ógna skođunum sínum og málstađ bregđast hinir verstu viđ fréttum ađ komu og fyrirlestri dr. Walkers.

Lengst gengur Stefán Ólafsson, prófessor viđ Háskóla Íslands, málsvari ríkisstjórnarinnar í efnahags-, skatta- og velferđarmálum og sérlegur ráđgjafi Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra. Stefán segir um dr. Walker ađ hann sé „ţekktur hćgri öfgamađur“ og skipar honum ţar međ í flokk ţeirra manna sem fréttastofa ríkisútvarpsins telur hina verstu óţokka eins og Anders Behring Breivik, fjöldamorđingja í Noregi.

Ţessi lýsing á hinum kanadíska hagfrćđingi birtist á vefsíđu prófessors Stefáns ţar sem hann vegur jafnframt ađ dr. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, prófessor viđ Háskóla Íslands, og kallar hann „Hólmstein biskup“ í háđungarskyni.

Vilji menn fá tćkifćri til ađ skyggnast 30 til 40 ár aftur í tímann og sjá hvernig menn vógu ađ andstćđingum sínum á tímum kalda stríđsins međ uppnefnum og ónefnum er ţeim bent á ađ kynna sér skrif prófessors Stefáns. Hann hefur tekiđ ađ sér ađ gegna hlutverki Björns Vals Gíslasonar fyrir Jóhönnu Sigurđardóttur og Samfylkinguna.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS