Samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem Kastljós hefur undir höndum, og er dagsett í nóvember 2009, nemur heildarkostnaður við stærstu kerfisinnleiðingu á Íslandi að minnsta kosti fjórum milljörðum króna. Í stuttu máli lítur málið svona út að sögn ruv.is:
„Fjármálaráðherra fékk heimild árið 2001 til að kaupa nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir 160 milljónir króna. Átta árum síðar var kostnaður kominn í fjóra milljarða króna. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er afdráttarlaus: Öll meðferð þessa máls er gölluð og í andstöðu við gildandi fyrirmæli fjárreiðulaga.“
Frá því að þetta var birt hefur komið í ljós að þetta er ekki niðurstaða ríkisendurskoðunar sem telur að um lögreglumál sé að ræða vegna trúnaðarbrests, lekið hafi verið ófullgerðri skýrslu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi ætlar að kæra leka á skýrslunni til lögreglu.
Ríkisendurskoðun lýkur ekki skýrslum af þessu tagi án þess að fjármálaráðuneytið bregðist við henni.
Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar skýrslan er dagsett. Ríkisendurskoðandi segir á ruv.is að: „Gunnar H. Hall fjársýslustjóri sé eini maðurinn utan stofnunarinnar sem hafi fengið að sjá drögin að skýrslunni. Hann segir að þetta sé frávik frá vinnureglum en telur ekki óeðlilegt að Gunnari hafi verið sýnd drögin. Hann hafi talið rétt að fá viðbrögð fjársýslustjóra við skýrslunni eins og hún lægi fyrir.“
Spurningin er þessi: Sat Gunnar H. Hall einn að lestri skýrslunnar? Gerði hann ekki fjármálaráðherra grein fyrir þessari skýrslu?
Þetta er hið furðulegasta mál að ræða og Þór Saari talar um „gjörspillingu“. Óljóst er hvort Þór talar þar um kostnaðinn við töluvukerfið eða meðferð ríkisendurskoðunar á skýrslunni sem enn er þar til vinnslu.
Alþingismenn verða að taka á málinu á skipulegan hátt svo að unnt sé að átta sig á því hvert sé hneykslið í málinu. Hafi þeir ekki áttað sig á kostnaðartölum vegna tölvukerfisins í ríkisreikningi eða fjárlögum er ekki við aðra að sakast um þá yfirsjón. Hitt er verra sem fram hefur komið að þetta dýra tölvukerfi skili ekki þeim árangri sem að er stefnt. Hafa þingmenn engar áhyggjur af því? Hafa þeir kynnt sér hvernig kerfið virkar á skrifstofu alþingis?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...