Róbert Marshall hefur sagt skilið við Samfylkinguna vegna þess hve ófriðlegt er innan dyra í þingflokki hennar undir formennsku Magnúsar Orra Schrams. Átakahefðin á ekki við Marshall og hann sér fram á náðugri daga með Guðmundi Steingrímssyni.
Róbert hefur ekki alltaf hræðst átök. Til dæmis ekki þegar hann barðist fyrir „kæra“ Jón Ásgeir Jóhannesson vorið 2004 fyrir ofurvaldi Baugsmanna í fjölmiðlaheiminum. Þá sendi Róbert frá sér tölvubréf til starfsmanna Baugsmiðlanna með hvatningu í þágu mótmæla gegn ákvörðun þingmanna. Hann sagði meðal annars í bréfinu:
„.... Mætið í vinnuna á morgun og á sunnudag eða sitjið við tölvuna heima við, hringið, djöflist, látið öllum illum látum, söfnum þessum undirskriftum, fáum þessum ólögum hrundið, kaupum tíma til að fá þau í það minnsta milduð í haust. Nú reynir á. Gjör rétt - þol ei órétt.“
Róbert Marshall stillti sér þá upp til átaka með Samfylkingunni en þóttist hlutlaus fréttahaukur. Nú stillir hann sér upp til hliðar við Samfylkinguna með Guðmundi Steingrímssyni – var hann ekki á sínum tíma kosningastjóri borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar?
Björt framtíð er að minnsta kosti eftirlíking af Samfylkingunni ef ekki hreint útibú frá henni. Hver er tilgangurinn? Að Samfylkingin hafi hækju til stuðnings þegar hún haltrar frá kosningunum vorið 2013. Þeir félagar telja sig hafa meiri áhrif í útihúsinu en á höfuðbólinu sjálffu.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...