Miđvikudagurinn 25. maí 2022

Elín Hirst fćr á baukinn frá forráđamönnum ríkisútvarpsins - ţola ekki gagnrýni frekar en fyrri daginn


16. október 2012 klukkan 02:37
Elín Hirst

Ţegar Óđinn Jónsson var ráđinn fréttastjóri hinnar sameinuđu fréttastofu ríkisútvarpsins stóđ valiđ á milli hans og Elínar Hirst, sem hafđi stýrt fréttastofu jónvarpsins. Elín varđ undir og sneri sér ađ fréttalestri auk ţess ađ stýra Fréttaaukanum, nýjum ţćtti á sunnudögum. Fréttaaukinn náđi fótfestu og varđ međal allra vinsćlustu ţátta sjónvarpsins. Á sama tíma minnkađi áhorf á ađalfréttatímann verulega undir stjórn Óđins. Í janúar 2010 rak Óđinn Elínu fyrirvaralaust ţegar hún bjó sig undir ađ lesa fréttir. Nú er svo komiđ ađ fréttir sjónvarpsins eru myndskreyttar fréttir hljóđvarps ríkisins.

Elín Hirst hefur mikla reynslu af störfum viđ sjónvarpsfréttir. Hún býđur sig nú fram til setu á alţingi fyrir Sjálfstćđisflokkinn og flutti hinn 9. október rćđu um fjölmiđla hjá sjálfstćđismönnum í Mosfellsbć og sagđi međal annars:

„RÚV [ríkisútvarpiđ] hefur sćtt talsvert mikill gagnrýni fyrir ţađ af hálfu stjórnarandstćđinga ađ vera helsta klappstýra ríkisstjórnarinnar sem nú situr. Ţótt ég reyni alltaf ađ finna fyrst hinar eđlilegu og heiđarlegu skýringar á hlutunum ţá hefur mér oft á tíđum blöskrađ hvernig fréttastofan virđist sjá heiminn međ gleraugum ríkisstjórnarinnar. Á tímabili voru fréttamenn RÚV farnir ađ tala um skattabreytingar í stađ skattahćkkana, svo dćmi sé tekiđ. Nýleg úttekt Viđskiptablađsins sýndi vel hversu mikill munur var áhuga RÚV á ađ segja frá ţví ţegar Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra braut jafnréttislög annars vegar og Ögmundur Jónasson innanríkisráđherra hins vegar.“

Enginn sem fylgist međ fréttum ríkisútvarpsins getur litiđ ţannig á ađ í ţessum orđum felist annađ en réttmćt ábending til almennings um ađ átta sig á hvernig fréttastofan í Efstaleiti stendur ađ miđlun upplýsinga.

Elín hefur hins vegar komiđ viđ auman blett á Páli Magnússyni útvarpsstjóra sem hleypur upp á nef sér eins alltaf ţegar hann kemst í vörn og setur í hrokagírinn. Páll segir á Eyjunni 15. október:

„Ţetta er klassísk umrćđa. Á Smugunni les ég reglulega ađ ţađ sé alvarleg hćgri slagsíđa á fréttastofu RÚV og ađ hún gangi erinda Sjálfstćđisflokksins í árásum á ríkisstjórnina. AMX og Mogginn segja hins vegar ađ hér sé allt uppfullt af kommúnistum og ţrćlum ríkisstjórnaflokkanna, Ţetta er svo sem ágćtur stađur fyrir eina fréttastofu til ađ vera á: stöđugar ásakanir úr báđum jöđrum stjórnmálanna um ađ viđ göngum erinda óvinanna. Ađalatriđiđ er ađ fréttastofa RÚV nýtur yfirburđa trausts almennings – bćđi á hćgri og vinstri vćngnum - samanboriđ viđ alla ađra fjölmiđla í landinu.“

Ađ eiga orđastađ viđ forstöđumann opinbers hlutafélags sem bregst viđ á ţennan hátt minnir ekki á annađ en deilur viđ stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur á sínum tíma ţegar ţeir töldu sig hafa í fullu tré viđ allt og alla af ţví ađ ţeir sćtu á gullkistu. Ţar sannađist ađ dramb er falli nćst og hiđ sama á viđ derringinn í forráđamönnum ríkisútvarpsins í garđ ţeirra sem lýsa hlutum eins og ţeir sjá ţá.

Páll Magnússon segir einnig:

„Elín ćtti ađ ţekkja sína fyrrum samstarfsmenn af öđru en ţví ađ hćgt vćri ađ reka ţá fram og til baka í flokkspólitískum tilgangi – jafnvel ţótt vilji einhverra stćđi til ţess. Og úr ţví ađ Elín er nú komin í pólitík ćtti hún ađ beina spjótum sínum ađ pólitískum andstćđingum. Fréttastofa RÚV er ekki í ţeim hópi.“

Elín Hirst nefndi tvö dćmi máli sínu til stuđnings. Páll Magnússon treystir sér ekki í rökrćđur um málefniđ heldur rćđst á manninn. Ţađ er ekki stórmannlegt.

Á Eyjunni segir:

Óđinn Jónsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins vildi sem minnst um gagnrýni forvera síns segja ţegar Pressan hafđi samband viđ hann í morgun. En Óđinn sagđi ţó:

„Ţetta er ósköp dapurlegt.“

Hvađ er dapurlegt í augum Óđins? Ađ Elín sé komin í frambođ? Hefur hann sagt ţađ um ţá sem hafa fariđ af fréttastofunni í frambođ fyrir vinstri flokkana? Ađ Elín leyfi sér ađ nefna tvö dćmi um ţađ sem henni blöskrar í fréttaflutningi á ábyrgđ Óđins? Eđa ađ fréttamenn Óđins hafi hlaupiđ illa á sig?

Ummćli Óđins eru í anda véfréttar. Hvernig vćri ađ hann léti svo lítiđ ađ skýra mál sitt?

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS