Laugardagurinn 28. maí 2022

Fundurinn í Háskólabíó er aðvörun til flokkanna


14. nóvember 2012 klukkan 08:33

Vel heppnaður fundur Hagmunasamtaka heimilanna í gærkvöldi þar sem Háskólabíó var troðfullt er aðvörun til stjórnmálaflokkanna um að enn ríkir mikil óánægja í grasrót samfélagsins með framvindu mála eftir hrun. Þessi fundur er haldinn í upphafi kosningavetrar og er vísbending um að allt geti gerzt í þingkosningunum í vor. Flokkarnir geta ekki gengið að kjósendum sínum sem vísum.

Það er athyglisvert að enginn stjórnmálaflokkanna hefur haldið slíkan fund. Það hefur verkalýðshreyfingin heldur ekki gert en hefði gert fyrr á árum. Er verkalýðshreyfingin orðin partur af hinum „ráðandi öflum“?

Fundarsóknin er vísbending um að krafan um afnám verðtryggingar á mikinn hljómgrunn. Þeir sem muna aðra tíma, þegar verðbólgan borgaði skuldir þeirra, sem höfðu aðstöðu til að fá lán í bönkum hafa sínar efasemdir um þá þróun en það breytir ekki því, að þetta er bersýnilega afstaða þeirrar kynslóðar sem nú ber þungann af verðtryggingunni.

Stjórnmálaflokkunum væri hollt að huga að því að þeir kunna nú að vera „á rauðu ljósi“.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS