Laugardagurinn 28. maí 2022

Grétar Þór slær fram kenningu um fjór­flokkinn - segir Björn Val einstæðan


25. nóvember 2012 klukkan 18:34

Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, sagði „nýtt og óvenjulegt“ að þingmaður utan af landi flytti sig um set og byði sig fram í Reykjavík. Þetta skýrði að Björn Valur hefði goldið afhroð hjá VG í Reykjavík.

Fréttastofa ríkisútvarpsins leitaði til Grétars Þórs vegna vals á framboðslista laugardaginn 24. nóvember. Hann er að mati fréttastofunnar meðal fræðimanna á stjórnmálafræðisviðinu sem hafa ekki „talað sig dauða“ með skyndi-mati á pólitískum viðburðum.

Grétar Þór Eyþórsson

Margt bendir til að Grétar Þór þurfi að huga betur að staðreyndum áður en hann slær fram fullyrðingum sínum. Það var til dæmis fráleitt hjá honum að setja VG og Sjálfstæðisflokkinn í sömu skúffu í hádegisfréttum sunnudaginn 25. nóvember og tala um „fjórflokkinn“ sem hvergi býður fram. Á ruv.is er haft eftir fræðimanninum „að dræm þátttaka í langflestum prófkjörum síðustu vikurnar [sé][ til marks um minnkandi áhuga almennings á stjórnmálum og fjórflokknum“.

Hvers vegna greinir fréttastofan ekki nákvæmar frá úrslitum en með slíkum sleggjudómum? Í Reykjavík tóku um 7.500 manns þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna en innan við 700 í forvali VG. Hið eina sem vakir fyrir þeim sem leggja þetta að jöfnu undir hatti „fjórflokksins“ eru andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, þeir draga „fjórflokkinn“ aðeins úr hatti sínum til að forðast að geta yfirburða Sjálfstæðisflokksins gagnvart öðrum flokkum þegar kemur að vali á framboðslista.

Af því sem Grétar Þór sagði má draga þá ályktun að um einstætt tilvik sé að ræða hjá Birni Vali. Árið 1979 flutti Ólafur Jóhannesson sig af lista Framsóknarflokksins í Norðurlandi vestra til Reykjavíkur og sat sem slíkur til 1984. Árið 2003 flutti Halldór Ásgrímsson sig af lista Framsóknarflokksins á Austurlandi til Reykjavíkur og sat þar til 2006. Árið 2009 flutti Ólöf Nordal. Sjálfstæðisflokki, sig um set frá Austurlandi til Reykjavíkur og náði 4.sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir kosningar í apríl 2009.

Miðað við áfallið sem Björn Valur varð fyrir við útreiðina í forvali VG er svo sem skiljanlegt að menn í NA-kjördæmi reyni að róa hann með huggunarorðum – sé hins vegar rætt við stjórnmálafræðinga í fréttum ríkisútvarpsins ættu þeir að sjá sóma sinn í að alhæfa ekki á þann hátt sem Grétar Þór gerði.

Ástæða er til að velta fyrir sér hvort atgangur stjórnmálafræðinga dragi meira úr áhuga almennings á stjórnmálaþátttöku en stjórnmálamennirnir.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS