Sunnudagurinn 29. maí 2022

Huang Nubo hefur verið svarað - veit Halldór Jóhannsson ekki um það - eða Morgunblaðið?


10. ágúst 2013 klukkan 23:05

Morgunblaðið birtir enn eina innantómu fréttina um Huang Nubo, kínverska auðmanninn og fjárfestinn, laugardaginn 10. ágúst. Hún er eins og aðrar slíkar fréttir reist á samtali við Halldór Jóhannsson, íslenskan umboðsmann Huangs, sem blaðið segir að vísu að sé Jónsson.

Nú er fréttapunkturinn sá að Huang sé í úlfakreppu af því að hann sé að „bíða eftir Íslandi“ eins og Halldór orðar þótt Huang hafi að minnsta kosti tvisvar verið svarað á neikvæðan hátt. Blaðamanninum dettur ekki í hug að spyrja eftir hverju Huang bíði núna.

Huang Nubo

Þá segir Halldór einnig að „hundruð Íslendinga“ með „allskonar hugmyndir“ hafi haft samband við sig vegna Huangs. „Það er einnig sótt að honum frá öðrum þjóðlöndum og óskað eftir hans nærveru í fjárfestingar. Ég veit ekki hversu lengi hann er tilbúinn að bíða eftir Íslandi,“ segir Halldór. „Ég verð því miður alltaf að svara áhugasömum Íslendingum á sama hátt, því við erum enn að bíða eftir svari frá íslenskum stjórnvöldum. Við vitum ekki enn hvort fjárfestingar Nubo eru velkomnar eða ekki.“

Sé tveggja ára viðskiptasaga Huangs með aðstoð Halldórs Jóhannssonar skoðuð blasa við svo margar mótsagnir í fullyrðingum þeirra félaga að í raun er undarlegt að íslenskum fjölmiðlamönnum þyki það tímans virði að afla upplýsinga hjá Halldóri og birta ummæli hans án tengsla við það sem hann hefur áður sagt. Í Morgunblaðinu segir:

„Halldór er óánægður með framgöngu íslenskra stjórnvalda í málefnum Nubo og telur þau gefa misvísandi skilaboð. Þar vísar hann til þess að Nubo hefur tvisvar fengið góðar væntingar frá íslenskum stjórnvöldum en í bæði skiptin voru málin dregin á langinn eða stoppuð af.“

Hér vísar Halldór væntanlega til þess að ráðherrar Samfylkingarinnar létu um tíma þannig að Íslendingar og stjórnvöld þeirra ættu að taka Huang opnum örmum. Lagalega stóðust þau fyrirheit einfaldlega ekki.

Hvað hefur verið dregið á langinn? Huang Nubo hefur ekki uppfyllt skilyrði að íslenskum lögum. Til þessa hefur hið furðulega tiltæki að láta nokkur sveitarfélög kaupa land til að leigja Huang ekki heppnast.

Halldór Jóhannsson segir í Morgunblaðinu:

„Stjórnvöld verða að senda skýr skilaboð um hvað þau vilja. Að mínu viti eiga menn að þora að taka þetta skref og leggja samhliða mikið upp úr öflugu eftirliti með starfsemi fyrirtækja.“

Skilaboð eru skýr af hálfu íslenskra stjórnvalda, sá sem fer úr einu í annað er Huang Nubo. Hér gerir umboðsmaður hans hríð að stjórnvöldum með aðstoð fjölmiðla sem halda ekki þræði í málinu en í Kína gengur Huang reglulega fram á völlinn til að útmála íslensk stjórnvöld og segja þau ala á Kínahatri.

Þessum kafla í samskiptasögu Kínverja og Íslendinga lýkur ekki nema Huang Nubo og Halldór Jóhannsson hætti að halda lífi í honum. Þeir skilja ekki þegar sagt er nei við þá og taka til við leit að gloppu eða smugu til að Huang geti að minnsta kosti tyllt niður fæti sem eigandi einhvers á Íslandi.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS