Þegar oddvitar listanna í Reykjavík sem fengu menn kjörna í borgarstjórn sátu fyrir svörum í sjónvarpi að kvöldi sunnudags 1. júní var Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóraefni samkvæmt ákalli, eins og hann orðaði það, spurður hvort hann gæti hugsað sér samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Hann sperrti sig í stólnum og sagði vandann að innan Sjálfstæðisflokksins ríkti klofningur. Gaf hann til kynna að hann gæti ekki starfað með svo ósamstæðu fólki.
Þetta voru þakkir Dags B. til þeirra innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna sem lögðu honum lið á síðasta kjörtímabili við að afgreiða aðalskipulag Reykjavíkur.
Þegar rætt var um kosningabaráttuna hér á þessum stað fyrir kjördag var meðal annars komist svo að orði að kjósendur veldu frekar „the real thing“ en eftirlíkingar. Með þessum orðum var vísað til þess að þeir sem vildu að stefnumál Samfylkingarinnar næðu fram að ganga kysu hana en ekki sporgöngumenn í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna.
Hafi sjálfstæðismenn sem lögðu sig fram um að styðja stefnumál Samfylkingarinnar í fráfarandi borgarstjórn haldið að þeir fengju fyrir það prik við val Dags B. á samstarfsfólki að kosningum loknum hljóta þeir að hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar Dagur B. gaf þeim langt nef í beinni útsendingu að kosningum loknum.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...