Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur á undrahraða dregið að sér athygli um heim allan vegna bókar þar sem hann lýsir hvernig lítill hópur auðmanna verður sífellt auðugri á kostnað annarra í samfélaginu. Hann telur að síðan á níunda áratugnum hafi þessarar þróunar sérstaklega orðið vart í Bretlandi og Bandaríkjunum.
Nú hafa Simon Halphen Boserup og Claus Thustrup Kreine, Københavns Universitet, ásamt Wojciech Kopczuk frá Colombia University rannsakað hvort kenning Thomas Pikettys um að hinir ríku verði sífellt ríkari eigi við um Danmörku. Sagt er frá niðurstöðu þeirra í Jyllands-Posten föstudaginn 20. júní og vísað í danska blaðið Information. Þeir telja kenningu Pikettys ekki eiga við um Danmörku. Það sé ekkert sem bendi til þess að í Danmörku hafi eignir hinna ríkustu vaxið meira en annarra.
„Við getum ekki séð neinar breytingar,“ segir Claus Thustrup Kreiner til Information.
Í Danmörku er unnt að fylgjast með eignaþróun hjá einstaklingum á grunni opinberra upplýsinga. Þá er einnig unnt að tengja saman eignastöðu fjölskyldna og sjá þróun milli kynslóða. Slíkar upplýsingar er ekki unnt að nýta sér í Bandaríkjunum.
Þá er einnig bent á að í Danmörku séu lífeyrisréttindi ekki talin með þegar lagt sé mat á eignir. Sé litið á þróun eigna og tekna í Danmörku síðan á níunda áratugnum án tillits til lífeyrisréttinda hafi staðan lítið breyst síðan á níunda áratugnum. Séu lífeyrisréttindi talin með fellur Danmörk enn verr inn í myndina sem Thomas Piketty dregur af auknu ríkidæmi hinna ríku.
Simon Halphen Boserup bendir á að ein af meginkenningum Thomas Pikettys sé að aukin eignamyndun leiði til þess að vald færist í hendur fáeinna ofurauðmanna. Í Danmörku fari hins vegar stjórnir lífeyrissjóða með þær eignir sem ekki séu færðar til félagsmanna í sjóðunum. Þess vegna sé erfitt að sjá hve mikið vald maður geti keypt sér með mikilli inneign í lífeyrissjóði.
Claus Thustrup Kreiner er ekki heldur þeirrar skoðunar að mikil lífeyrisréttindi eða eignir veiti „pólitískt vald“ og þess vegna sér hann ekki að tillit til þessara réttinda eða eigna breyti grundvallarniðurstöðunni: Það er ekki neitt sem bendir til kerfisbreytinga í eignamyndun í Danmörku síðan á níunda áratugnum eins og Thomas Piketty telur sig sjá merki um í öðrum löndum, fyrir utan vöxt lífeyrissjóða aðila vinnumarkaðarins á þessum tíma.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...