Laugardagurinn 28. maí 2022

Olían hækkar og hækkar...tími kominn á að rafbílavæða Ísland allt


22. júní 2014 klukkan 09:48

Frá því snemma á áttunda áratugnum hafa verulegar verðhækkanir á olíu hvað eftir annað sett efnahag Íslendinga úr skorðum. Þetta gerðist fyrst snemma á þeim áratug í kjölfar þess að Arabaríkin hristu vestræn olíufyrirtæki af sér og stórhækkuðu verð á olíu. Sá leikur var endurtekinn tæpum áratug síðar.

Á seinni árum hefur mikil hækkun orðið á olíuverði á köflum vegna stríðsátaka í Miðausturlöndum. Þetta er að gerast nú um þessar mundir vegna átakanna í Írak. Olíuverð á tunnu sl.fimmtudag var komið í 116 dollara og hefur hækkað um 10% á hálfum mánuði.

Þetta sést á olíudælum hér og afleiðingin er veruleg hækkun á orkukostnaði þjóðarinnar, minnkandi ráðstöfunarfé heimila til annarra nota af þeim sökum og stórauknum eldsneytiskostnaði bæði fyrir útgerðarfyrirtæki og flugfélög.

Fyrir nokkrum áratugum voru mótaðgerðir bílaframleiðenda þær að leggja stóraukna áherzlu á sparneytni bíla. Þær hafa skilað töluverðu.

Nú er spurning hvort Íslendingar geti ekki gripið til róttækari aðgerða.

Miklar framfarir hafa orðið í framleiðslu rafbíla. Liggur ekki beint við að rafbílavæða Ísland allt þannig að innan ákveðinna tímamarka verði langflestir bílar rafknúnir?

Þetta er hægt að gera með því að stórlækka opinber gjöld á slíkum bílum. Að auki er ljóst að viðhaldskostnaður slíkra bíla er mun minni en þeirra bíla, sem við notumst nú að mestu leyti við.

Við getum ekki haldið áfram að taka á okkur þung fjárhagsleg áföll vegna stríðsátaka meðal annarra þjóða, þegar við blasir að við getum leyst vandann að hluta til með eigin aðgerðum.

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Bólgan vex en hjaðnar samt

Nú mæla hagvísar okkur það að atvinnuleysi fari vaxandi og jafnframt að verðbólgan færist í aukana. Það er rétt að atvinnuleysið er að aukast og er það í takt við aðra hagvísa um minnkandi einkaneyslu, slaka í fjárfestingum og fleira. Það er hinsvegar rangt að verðbólgan sé að vaxa.

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS