Það eru fleiri ríkisútvarpsstöðvar en hin íslenska RÚV sem sæta gagnrýni fyrir hlutdrægni. Í forystugrein í nýjasta hefti breska vikublaðsins The Spectator er sagt frá því að ekki muni líða á löngu þar til Nigel Lawson – fái sjónarmið hans á annað borð að heyrast í BBC – verði að fá leikara til að tala fyrir sig á stöðinni á sama hátt og Gerry Adams hafi gert þegar IRA hryðjuverkamennirnir létu mest að sér kveða á níunda áratugnum. Breska ríkisstjórnin bannaði að rödd Adams heyrðist á öldum ljósvakans en þá ákvað BBC að standa vörð um málfrelsið og leyfði leikara að tala fyrir hans hönd. Öðru máli gegnir um Lawson lávarð, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta og fyrrverandi ritstjóra The Spectator. Hann fær ekki að koma fram í BBC í umræðum um loftslagsbreytingar nema honum fylgi yfirlýsing frá dagskrárstjórn BBC sem dregur úr gildi orða hans.
Hlustendur BBC geta kvartað til sérstakrar deildar innan útvarpsstöðvarinnar BBC’s Editorial Complaints Department sé þeim misboðið. Þessi deild úrskurðaði í vikunni að brotið hefði verið gegn reglum BBC í þættinum Today þegar Lawson lávarði var boðið að ræða við Sir Brian Hoskins, formann Grantham Institute for Climate Change, stofnunar um loftslagsmál. Kvörtunardeildin komst á þeirri niðurstöðu – undanlegri að mati The Spectator – að skoðanir Lawsons „styddust ekki við staðreyndir“ þótt hann hefði réttilega bent á að jörðin hefði ekki hitnað á undanförnum 17 árum. Þá segir í leiðaranum:
„Engu að síður sendi stjórnmálaráð BBC frá sér viðvörun um að Lawson lávarður væri í minnihluta og þess vegna “bæri ekki„ að líta þannig að orð hans vægju “jafnþungt og orð sérfræðinga á borð við Sir Brians Hoskins„.
Lawson lávarður er auðvitað ekki vísindamaður. Fjölmargir taka hins vegar til máls í BBC án þess að búa yfir formlegri þekkingu á viðkomandi sviði: Al Gore til dæmis. Nú eða Rajendra Pachauri, járnbrautaverkfræðingur að mennt, sem leiðir nú Intergovernmental Panel for Climate Change (IPCC). Innan BBC virðast menn ekki hafa áhyggjur af skorti á vísindalegri þekkingu þegar rætt er um vísindaleg viðfangsefni í tengslum við mál eins og niðurbrot (fracking) eða erfðabreyttar plöntur, um þau efni ræða grænir aðgerðarsinnar sem gestir BBC hvað sem líður furðulegum hræðslukenningum þeirra.
Lawson lávarður er hins vegar formaður Global Warming Policy Foundation (GWPF), hugveitu sem hafnar ekki hugmyndinni um hlýnun jarðar. Markmið hennar er að höfða til skynseminnar og leggja efnisleg rök til grundvallar frekar en móðursýki. Lawson lávarður nýtur ráðgjafar vísindamanna og þar til fyrir skömmu var Lennart Bengtsson, vísindamaður við Reading-háskóla í hópnum. Starfsbræður Bengtssons prófessors úr hópi vísindamanna neyddu hann nýlega til að segja sig úr stjórn GWPF.“
Hér verður ekki frekar vitnað í þennan leiðara í The Spectator. Hann sýnir að í Bretlandi taka stjórnendur ríkisútvarpsins sér í hendur dagskrárvald og gera upp á milli skoðana fólks með aðferðum ritrýnisins sem telur sumt nægilega vel ígrundað en annað ekki og vara eigi hlustendur við því ef óverðugir segi skoðun sína á umdeildum málum.
Þessa sjónarmiðs gætir í vaxandi mæli hér á landi, ekki síst innan ríkisútvarpsins. Þar hafa menn til dæmis býsnast yfir því undanfarið að „óverðugir“ sitji í valnefnd vegna skipunar í embætti seðlabankastjóra eða ætli að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Hvenær skyldi tekinn upp sá háttur að láta þess getið um viðmælendur útvarpsmanna hvort þeir hafi fullnægjandi próf til að fjalla um umræðuefnið?
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...