Laugardagurinn 28. maí 2022

Fréttastofan tekur syrpu vegna hugmynda um skattalćkkanir


16. júlí 2014 klukkan 18:44

Fréttastofa ríkisútvarpsins leitar sér gjarnan ađ syllu ţar sem fréttamenn geta stađiđ dögum saman og flutt röđ frétta sem ţjónar ákveđnu markmiđi. Ţađ er misjafnt hvađ ber hćst hverju sinni. Á hinn bóginn bregst ekki ađ syllan er til vinstri í ţjóđfélagsumrćđunni.

Nú hafa fréttamenn ríkisútvarpsins tekiđ sér fyrir hendur ađ standa vörđ um háa skatta og flókiđ skattkerfi sem Steingrímur J. Sigfússon reisti á sósíalískum viđhorfum. Hann kynnti ţađ fyrst til sögunnar í hugmyndafrćđilegu kveri sínu áriđ 2006 og hratt í framkvćmd međ Indriđa H. Ţorlákssyni í skjóli hrunsins undir ţeim formerkjum ađ hann vćri ađ bjarga ţjóđarbúinu frá gjaldţroti.

Fréttastofan lagđi blessun sína yfir ţessa umturnun á einföldu, gegnsćju skattkerfi á sínum tíma. Yfirlýst markmiđ var ađ ná í skottiđ á ţeim ríku.

Óli Björn Kárason, varaţingmađur Sjálfstćđisflokksins, segir réttilega í Morgunblađinu miđvikudaginn 16. júlí:

„Sú sósíalíska hugmyndafrćđi skattkerfisins sem innleidd var í tíđ fyrri ríkisstjórnar hefur leitt til ţess ađ millistéttin hefur ţurft ađ bera ţungar byrđar á undanförnum árum. Hvorki launamađurinn né litli atvinnurekandinn hafa miklar áhyggjur af meintri ţenslu í efnahagslífinu. Ţeir hafa hins vegar bundiđ vonir viđ ađ undir forystu Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar yrđu klyfjarnar léttari.

Uppstokkun skattkerfisins, samhliđa endurskipulagningu ríkisrekstrar og ađhaldi í opinberum fjármálum, er ekki ađeins réttlćtismál heldur skynsamleg stefna í efnahagsmálum. Ţannig stendur ríkisstjórnin best undir vonum og vćntingum millistéttarinnar.“

Skođanir af ţessu tagi eiga ekki upp á pallborđiđ í fréttum ríkisútvarpsins. Ţar miđa umrćđur um skattamál ađ ţví ađ gera hugmyndir um skattalćkkun á launamanninn og litla atvinnurekandann sem tortyggilegastar. Ekki spillir sé unnt ađ ala á meintum ágreiningi milli forsćtisráđherra og fjármálaráđherra í leiđinni.

Fréttamiđlun af ţessu tagi hefur búiđ um sig eins og hver önnur meinsemd í Efstaleiti ţar sem fréttastofan hefur ekki ađeins sérstöđu ađ ţessu leyti heldur einnig hinu ađ hún flytur ekki viđskiptafréttir sem sérstakan dagskrárliđ. Er ţađ líklega einsdćmi um megin fréttastofu í nokkru landi heims – nema kannski ţar sem menn viđurkenna ekki tilvist markađsaflanna og ţykir ţví ástćđulaust ađ flytja fréttir af ţeim.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS