Páll Vilhjálmsson segir í bloggi sínu miðvikudaginn 23. júlí:
„Vanmetakindur þjóðarinnar gefast unnvörpum upp á ESB-umsókninni. Í stað þess að flytja fullveldið til Brussel er komin hreyfing að sækja um aðild að Noregi.
Gunnar Smári Egilsson er höfundur hreyfingarinnar og fær stuðning frá vinstrisinnuðum álitsgjöfum eins og Agli Helga.
Gunnar Smári var hægri hönd Jóns Ásgeirs og réð fyrir fjölmiðladeild Baugsveldisins á tíma útrásar. Gunnar Smári reyndi fyrir sér með prentsmiðjurekstur í Bretlandi og blaðaútgáfu í Danmörku og reið ekki feitum hesti þaðan. Áður en veruleikinn greip í taumana var Smárinn með áætlun um að sigra Bandaríkin með ókeypis Fréttablaði. Hann varð aðstoðar borgarstjóri í nokkra daga - en þá hrundi meirihlutinn.
Gunnar Smári er sem sagt rétti maðurinn til að leiða vanmetakindur þjóðarinnar til fyrirheitna landsins.“
Gunnar Smári var með meira en áætlun um að sigra Bandaríkin, hann hratt af stað útgáfu á fríblaðinu BostonNOW sem kom út í eitt ár frá apríl 2007 til apríl 2008.
Eftir að veldi Baugs hrundi sagði á dv.is:
„Gunnar Smári reisti fjölmiðlaveldi í skjóli Jóns Ásgeirs. Þar má nefna Fréttablaðið, NFS, Nyhedsavisen og BostonNOW. Samanlagt tjón vegna ófara hluta þeirra fjölmiðla er talið vera yfir 20 milljarðar króna. Eina sem eftir lifir er Fréttablaðið.“
Gunnar Smári hefur markvisst leitast við að skrifa sig frá sínum hlut í útrásinni. Furðutalið um Ísland sem fylki í Noregi verður að skoða sem lokatromp hans í þeirri viðleitni.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...