Laugardagurinn 28. maí 2022

Forsætis­ráðherra ætti að hugleiða „opið hús“ með fólkinu í landinu í hverjum mánuði


28. júlí 2014 klukkan 09:21
Geir H. Haarde

Stjórnmálamenn í vestrænum lýðræðisríkjum leita stöðugt nýrra leiða til þess að eiga samskipti við hina almennu borgara. Dæmi um það voru daglegir blaðamannafundir Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, á fyrstu vikunum eftir Hrun, sem höfðu mikil áhrif hér innanlands en þjónuðu líka þeim tilgangi að ná til fólks í nálægum löndum vegna þess að erlendir blaðamenn sóttu fundina.

Ed Miliband

Ed Miliband, leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, sem gerir sér vonir um að verða forsætisráðherra Breta að loknum þingkosningum á næsta ári, finnur þörfina fyrir breytingar í samskiptum stjórnmálamanna og almennings og hefur sett fram hugmyndir um að það verði ekki bara þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem geti beint fyrirspurnum til forsætisráðherra í brezka þinginu heldur líka almennir borgarar.

Þetta er athyglisverð hugmynd og verður fróðlegt að sjá hvernig Milband útfærir hana.

Það er jafnframt umhugsunarefni fyrir stjórnmálamenn hér, hvort þeir eigi kannski að hugleiða að skapa sér nýjan farvbeg í samskiptum við fólkiðí landinu.Sumir þeirra kvarta sáran yfir því hvernig fjölmiðlamenn, sem eru gjarnan milliliðir stjórnmálamanna og fólksins hagi sér. Það á t.d.við um núverandi forsætisráðherra.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Hvers vegna þá ekki að hafa„opið hús“ einu sinni í mánuði og svara spurningum fólksins milliliðalaust?

SG

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS