Hér er á síðunni sagt frá mótmælum í mörgum Evrópuríkjum gegn viðræðum um fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna. Meðal þeirra samtaka sem tóku þátt í mótmælunum eru Attac-samtökin. Í þeim er Íslandsdeild og sendi hún frá sér eftirfarandi tilkynningu laugardaginn 11. október:
„Í dag mun almenningur um alla Evrópu koma saman og mótmæla á margvíslegan hátt tveimur milliríkjasamningum sem nú eru í undirbúningi. Annarsvegar er um að ræða svokallaðan TISA samning, (Trade in Services Agreement), sem kveður á um “frjáls„ þjónustuviðskipti, og hins vegar fríverslunarsamning á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, TTIP (Transatlantic Trade and Investment Partnership). Báðir samningarnir kveða á um svokölluð “frjáls„ viðskipti og látið er sem þeir verði til mikilla hagsbóta fyrir íbúa þeirra landa sem samþykkja þá. Hið rétta er að þeir þjóna einvörðungu hagsmunum stórfyrirtækja, skerða réttindi launafólks og framselja vald til alþjóðlegra auðhringja um leið og þeir grafa undan lýðræðislegum möguleikum fólks til þess að hafa áhrif á eigin samfélög.“
Eins og fréttin af mótmælunum hér á síðunni sýnir voru mótmælin einnig gegn fríverslunarsamningi ESB og Kanada sem hefur verið kynntur og er nú til meðferðar í þingum aðila samningsins.
Íslandsdeild Attac var stofnuð 30. maí 2009 og segir á vefsíðu hennar að hún sé hluti alþjóðlegar hreyfingar fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðunum og stofnunum þeirra. Þá segir:
„Attac varð til í Frakklandi í júní 1998. Deildir eru í 48 löndum, og nú bætist Ísland við. Af bbþessum 49 eru 25 Evrópulönd, 12 í Suður-Ameríku og 6 í Afríku. Félagar eru alls yfir 85.000 í heiminum. Samnefnari samtakanna og sameiginleg krafa er að öll velta á fjármagnsmörkuðum sé skattlögð og skatturinn eyrnamerktur til samfélagsverkefna.“
ATTAC er skammstöfun á franska heiti samtakanna Action pour une taxe Tobin d’aide aux citoyens sem íslenska má á þennan hátt: Aðgerð í þágu Tobin-skatts í þágu borgaranna. Í þeim tilgangi er ætlunin „að sporna við alþjóðlegri spákaupmennsku, skattleggja fjármagnstekjurnar, refsa skattaskjólunum, hindra almenna útbreiðslu lífeyrissjóðanna… og almennt að endurheimta þau svið sem lýðræðið glataði til fjármálaheimsins og berjast gegn öllu nýju afsali á fullveldi ríkisins í nafni svokallaðra “réttinda„ fjárfesta og kaupmanna. Markmiðið er einfaldlega að endurheimta saman framtíð veraldar okkar,“ segir í stefnuyfirlýsingu samtakanna.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...