Ný könnun í Bretlandi á vegum blaðsins The Guardian sýnir að kjósendur telja mikilvægast að standa vörð um NHS, breska heilbrigðis- og sjúkratryggingarkerfið, á komandi kjörtímabili en þingkosningar verða í maí. Í öðru sæti eru innflytjendamál, í þriðja sæti atvinnu-, launa- og verðlagsmál, í fjórða sæti menntamál, í hinu fimmta Evrópa og ríkisfjármál, í sjötta sæti lífeyrismál og í sjöunda glæpir.
Könnunin sýnir Verkamannaflokkinn með mest fylgi (35%), Íhaldsflokkinn í öðru sæti (31%) og UKIP, breska sjálfstæðissinna í hinu þriðja (14%). Fylgi íhaldsmanna hefur minnkað um tvö stig milli kannanna og hefur UKIP tekið fylgi frá þeim. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fær 11%. Græningjar eru með 4%, Skoski þjóðarflokkurinn með 3% og Plaid Cymru í Wales með 1%.
Almenningur treystir Verkamannaflokknum best til að standa vörð um NHS. Á síðasta þingi Íhaldsflokksins lagði David Cameron forsætisráðherra gífurlega áherslu á NHS og taldi fráleitt að nokkrum dytti í hug að hann vildi hrófla þar við nokkru eftir reynslu sína sem föður langveiks barns.
Í kosningabaráttunni vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði Skotlands einkenndi það mjög málflutning sjálfstæðissinna að þeir mundu standa vörð um NHS og koma í veg fyrir öll áform sambandssinna undir forystu íhaldsmanna um að einkavæða starfsemi sem nú félli undir NHS.
Á lokafundi sambandssinna í Skotlandi fyrir kjördag vitnaði hjúkrunarfræðingur um ágæti NHS og lýsti eigin reynslu sem sjúklingur og starfsmaður. Sér kæmi ekki til hugar að nokkrum í Bretlandi dytti í hug að vega að NHS og þess vega kysi hún óhrædd gegn sjálfstæði Skotlands.
Í sjónvarpsumræðum fyrir þingkosningarnar verður fjórum fulltrúum, það er frá fjórum stærstu flokkunum, boðin þátttaka sem fastagestum. Taka stöðvarnar mið af stöðu flokkanna í könnunum og nú kemur UKIP inn í hóp fastagestanna á kostnað græningja eða Skoska þjóðarflokksins. Er þetta að verða að hitamáli meðal stjórnmálamanna.
Bj. Bj.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...