Laugardagurinn 28. maí 2022

Þingmaður talar tæpitungulaust um ríkisútvarpið


16. október 2014 klukkan 13:15

Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og núverandi þingmaður Framsóknarflokksins, flutti eftirfarandi ræðu á alþingi miðvikudaginn 15. október:

Karl Garðarsson

„Það hefur merkilega lítil umræða farið fram hér í þingsölum um þá staðreynd að Ríkisútvarpið, sameign okkar allra, er í raun gjaldþrota. Félagið getur ekki staðið í skilum með afborganir lána en lántökur nema allt að 1,5 milljörðum kr. á undanförnum tveimur árum. RÚV hefur velt vandanum á undan sér, lán hafa verið tekin til að brúa fjárþörf og bankar hafa verið viljugir til að lána í þeirri trú að ríkið muni alltaf koma til hjálpar.

Það er löngu orðið tímabært að endurskoða allt sem varðar opinber hlutafélög. Fyrir ári stóð ég hér í pontu og lýsti eftir umræðu um framtíð RÚV. Síðan hefur lítið gerst.

Það er alveg kristaltært að ríkið er ekki aflögufært með meira fjármagn. Auglýsingatekjur RÚV dragast saman, kostnaður við dagskrárgerð eykst, aðhaldsaðgerðir hafa ekki skilað árangri, kröfur um aukna þjónustu eru ætíð fyrir hendi og ákvörðun um að hætta við síðasta lag fyrir fréttir veldur fjöldamótmælum. Ríkisútvarpið getur ekki lengur verið allt fyrir alla, að gera öllum til hæfis allan sólarhringinn gengur ekki lengur upp.

RÚV má ekki lengur vera pólitískt rekald í anda Landbúnaðarháskólans. Það þarf pólitískt þor og kjark til að taka á þessu máli.

Það eru þrír möguleikar í stöðunni: Að setja aukið fjármagn í RÚV, breyta lögum og aflétta ýmsum skyldum sem hvíla á stofnuninni eða krefjast hreinlega róttækra rekstrarbreytinga innan húss sem geta falið í sér styttri dagskrá, breyttar áherslur í efnisvali og hugsanlega fækkun rása.

Við þurfum líka að svara áleitnum spurningum: Erum við tilbúin að setja tæpar 900 millj. kr. á ári í fréttaþjónustu RÚV, 300 milljónir í Rás 1, 200 milljónir í Rás 2 og 1,3 milljarða í annað sjónvarpsefni en fréttir?

Gera menn sér grein fyrir því að uppsöfnuð fjárfestingarþörf RÚV nemur 1,5 milljörðum kr. á næstu fjórum árum?“

Hið sérkennilega við þessi fjármál ríkisútvarpsins er að árum eða áratugum saman hafa ríkisstjórnir og þingmenn keppst við að veita fé inn í útgjaldaramma stofnunarinnar eða opinbera hlutafélagsins til að verða við óskum stjórnenda og starfsmanna.

Við blasir að ríkisútvarpið er einfaldlega óseðjandi og þegar að sverfir er sagt að lög um stofnunina kalli á sífellt meiri fjármuni – er það svo?

Það felst í því ákveðin snilld að lifa árum saman um efni fram í skjóli þess að almenningur leggi ekki nóg af mörkum eða lög komi í veg fyrir nauðsynlegt aðhald. Engar viðskiptafréttir eru í ríkisútvarpinu, þar er markaðslögmálunum ekki gert hátt undir höfði við miðlun upplýsinga til áheyrenda en þeim mun meiri áhersla lögð á fjárhagsvanda ríkisstofnana – skyldi það vera tilviljun?

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Bréf Víglundar til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar: Leynimakk við kröfuhafa á svig við neyðarlögin

+Hér birtist í heild bréf sem Víglundur Þorsteinsson afhenti í Alþingis­húsinu mánudaginn 10. febrúar. Áður hafði Víglundur skrifað Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis um sama efni.+ Bréf til stjórnskipunar- og eftirlits­nefndar Alþingis, Hr. formaður Ögmundur Jónasson Í framhaldi af b...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS