Laugardagurinn 28. maí 2022

Óheillamerki: Árni Páll vill endurtaka vegferđina sem hófst í Borgarnesi í febrúar 2003


2. nóvember 2014 klukkan 13:50
Árni Páll Árnason flytur ræðu á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar hinn 1. nóvember 2014.

Síđsumars 2002 blésu Gunnar Smári Egilsson, ţáv. ritstjóri Fréttablađsins, sem ţá var í leynilegri eign Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Hallgrímur Helgason rihöfundur til sóknar í ţági Jóns Ásgeirs og annarra Baugsmanna. Búin var til kenning um pólitískt samsćri ţar sem lögreglu vćri beitt á ólögmćtan hátt gegn skjólstćđingum ţeirra félaga. Í greininni um Bláu höndina hvatti Hallgrímur til ţess ađ stjórnmálamenn kćmu Baugsmönnum til varnar. Ţađ gerđi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi. Skyldi samvinnan viđ Baugsmenn verđa lykillinn ađ sigri á Sjálfstćđisflokknum í ţingkosningunum voriđ 2003. Tilraunin mistókst og Borgarnesrćđan hefur legiđ í ţagnargildi síđan ţar til Árni Páll Árnason, formađur Samfylkingarinnar, flutti rćđu á flokksstjórnarfundi laugardaginn 1. nóvember 2014 og sagđi:

„Mér verđur sífellt oftar hugsađ til frćgrar rćđu sem forveri minn flutti í Borgarnesi í febrúar 2003. Ţá sagđi Ingibjörg Sólrún: “Samfylkingin á ađ vera óháđ öllum helstu eignahópunum í samfélaginu, hún á ađ gćta almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna. Í fjármálum, fyrirtćkjarekstri, fjölmiđlum og sveitarstjórnarmálum á Íslandi er ennţá spurt: Í hvađa liđi ertu? Ertu í náđinni hjá stjórnarráđinu eđa ekki? Ţessu verđur ađ linna, viđ verđum ađ losna viđ hina sjálfmiđuđu, stjórnlyndu valdsmenn. Viđ verđum ađ endurvekja traust almennings á stofnanir samfélagsins međ nýjum leikreglum, nýju inntaki, nýrri ímynd. Ţetta er hlutverk Samfylkingarinnar.„

Ţessi lýsing – og brýning – á enn óţćgilega vel viđ í dag, nćrri 12 árum seinna. Ţađ kallar á alvöru viđbragđ af okkar hálfu.

Samfylkingin má ekki ganga gömlu valdakerfi á hönd ţegar viđ setjumst aftur í ríkisstjórn. Ţađ er freistandi ađ ganga inn í kerfiđ og taka ađ sér hlutverk hins íslenska sólkonungs og treysta ţví og trúa ađ viđ séum svo miklu betri og vandađri ađ ţađ sé vandalaust fyrir okkur ađ stjórna í ónýtu kerfi.“

Frá ţví ađ Ingibjörg Sólrún flutti rćđuna hefur Samfylkingin setiđ í ríkisstjórnum: Međ Sjálfstćđisflokknum frá maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í minnihlutastjórn međ VG og stuđningi Framsóknarflokksins frá 1. febrúar 2009 fram yfir kosningar í apríl 2009 og síđan í meirihlutastjórn međ VG frá 10. maí 2009 til maí 2013. Samtals eru ţetta sex ár og ţar af voru rúm fjögur undir forsćti Jóhönnu Sigurđardóttur.

Ţađ er furđuleg tilraun til blekkingar hjá Árna Páli Árnasyni ađ tala eins og Samfylkingin sé einhver pólitískur hvítvođungur en ekki hluti af „gömlu valdakerfi“. Hafi veriđ talađ um forsćtisráđherra sem „sólkonung“ á árunum eftir 2003 er ţar ekki um neinn annan ađ rćđa en Jóhönnu Sigurđardóttur, forvera Árna Páls. Lofsyrđin sem hann og ađrir í Samfylkingunni létu falla um Jóhönnu viđ valdatöku hennar eru ekki sambćrileg viđ neitt annađ sem sagt hefur veriđ um íslenskan forsćtisráđherra.

Ranghermiđ í rćđu formanns Samfylkingarinnar er eitt. Hitt er verra ađ hann skuli nú ćtla ađ gera tilraun til ađ spyrđa flokkinn viđ eitthvert viđskiptaveldi í landinu ađ fyrirmynd Ingibjargar Sólrúnar ţegar hún gekk Baugsmönnum á hönd.

Hinn 11. nóvember 2008 skrifađi Gunnar Smári Egilsson:

„Ţađ kćmi mér á óvart ef Jón [Ásgeir Jóhannesson] vćri nú farinn ađ ţakka sér allt sem vel hefur tekist en kenna öđrum um ţađ sem miđur fór. Hann og Agnes [Bragadóttir blađamađur] ţurfa ţá ađ hafa hrađar hendur til ađ renna sakamönnum undir 450 milljarđa skuldir Landic, 400 milljarđa skuldir Baugs, 350 milljarđa skuldir FL, auk tuga og hundrađa milljarđa skulda annarra smćrri fyrirtćkja í veldi Jóns – plús eins til tveggja ţúsunda milljarđa taps á hruni Glitnis.“

Vilji formađur Samfylkingarinnar leggja gott til mála á hann ekki ađ hefja vegferđina í Borgarnesi í febrúar 2003.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleira í pottinum

Ţáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Ţriđjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíđan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komiđ ađ ţáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur veriđ lögđ áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, ţróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umrćđna hér á landi um ţessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Ţá hefu...

Easy-Jet fćkkar ferđum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagiđ Easy-Jet hefur fćkkađ ferđum á flugleiđinni London-Moskva um helming. Ástćđan er minnkandi eftirspurn og ađ sögn Moskvutíđinda eru önnur alţjóđleg flugfélög ađ gera hiđ sama. Farţegum á ţessari flugleiđ hefur fćkkađ um 20% ţađ sem af er ţessu ári samanboriđ viđ sama tíma fyrir ári. Ástćđan er stađa rúblunnar og versnandi alţjóđleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaţvćtti fyrir alţjóđlega glćpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist ađ bankakerfinu í Andorra um ţessar mundir og yfirvofandi hruni ţess.

PIMCO: Evru­svćđiđ á sér ekki framtíđ ađ óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stćrsta skuldabréfa­sjóđs heims, segja ađ evru­svćđiđ eigi sér ekki framtíđ nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í ţví felst ađ sögn Daily Telegraph ađ ađildarríkin afsali sér sjálfstćđi sínu. Talsmađur PIMCO bendir á ađ veikur hagvöxtur á evru­svćđinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS