Laugardagurinn 28. maí 2022

Óheillamerki: Árni Páll vill endurtaka vegferðina sem hófst í Borgarnesi í febrúar 2003


2. nóvember 2014 klukkan 13:50
Árni Páll Árnason flytur ræðu á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar hinn 1. nóvember 2014.

Síðsumars 2002 blésu Gunnar Smári Egilsson, þáv. ritstjóri Fréttablaðsins, sem þá var í leynilegri eign Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Hallgrímur Helgason rihöfundur til sóknar í þági Jóns Ásgeirs og annarra Baugsmanna. Búin var til kenning um pólitískt samsæri þar sem lögreglu væri beitt á ólögmætan hátt gegn skjólstæðingum þeirra félaga. Í greininni um Bláu höndina hvatti Hallgrímur til þess að stjórnmálamenn kæmu Baugsmönnum til varnar. Það gerði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi. Skyldi samvinnan við Baugsmenn verða lykillinn að sigri á Sjálfstæðisflokknum í þingkosningunum vorið 2003. Tilraunin mistókst og Borgarnesræðan hefur legið í þagnargildi síðan þar til Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, flutti ræðu á flokksstjórnarfundi laugardaginn 1. nóvember 2014 og sagði:

„Mér verður sífellt oftar hugsað til frægrar ræðu sem forveri minn flutti í Borgarnesi í febrúar 2003. Þá sagði Ingibjörg Sólrún: “Samfylkingin á að vera óháð öllum helstu eignahópunum í samfélaginu, hún á að gæta almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna. Í fjármálum, fyrirtækjarekstri, fjölmiðlum og sveitarstjórnarmálum á Íslandi er ennþá spurt: Í hvaða liði ertu? Ertu í náðinni hjá stjórnarráðinu eða ekki? Þessu verður að linna, við verðum að losna við hina sjálfmiðuðu, stjórnlyndu valdsmenn. Við verðum að endurvekja traust almennings á stofnanir samfélagsins með nýjum leikreglum, nýju inntaki, nýrri ímynd. Þetta er hlutverk Samfylkingarinnar.„

Þessi lýsing – og brýning – á enn óþægilega vel við í dag, nærri 12 árum seinna. Það kallar á alvöru viðbragð af okkar hálfu.

Samfylkingin má ekki ganga gömlu valdakerfi á hönd þegar við setjumst aftur í ríkisstjórn. Það er freistandi að ganga inn í kerfið og taka að sér hlutverk hins íslenska sólkonungs og treysta því og trúa að við séum svo miklu betri og vandaðri að það sé vandalaust fyrir okkur að stjórna í ónýtu kerfi.“

Frá því að Ingibjörg Sólrún flutti ræðuna hefur Samfylkingin setið í ríkisstjórnum: Með Sjálfstæðisflokknum frá maí 2007 til 1. febrúar 2009. Í minnihlutastjórn með VG og stuðningi Framsóknarflokksins frá 1. febrúar 2009 fram yfir kosningar í apríl 2009 og síðan í meirihlutastjórn með VG frá 10. maí 2009 til maí 2013. Samtals eru þetta sex ár og þar af voru rúm fjögur undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það er furðuleg tilraun til blekkingar hjá Árna Páli Árnasyni að tala eins og Samfylkingin sé einhver pólitískur hvítvoðungur en ekki hluti af „gömlu valdakerfi“. Hafi verið talað um forsætisráðherra sem „sólkonung“ á árunum eftir 2003 er þar ekki um neinn annan að ræða en Jóhönnu Sigurðardóttur, forvera Árna Páls. Lofsyrðin sem hann og aðrir í Samfylkingunni létu falla um Jóhönnu við valdatöku hennar eru ekki sambærileg við neitt annað sem sagt hefur verið um íslenskan forsætisráðherra.

Ranghermið í ræðu formanns Samfylkingarinnar er eitt. Hitt er verra að hann skuli nú ætla að gera tilraun til að spyrða flokkinn við eitthvert viðskiptaveldi í landinu að fyrirmynd Ingibjargar Sólrúnar þegar hún gekk Baugsmönnum á hönd.

Hinn 11. nóvember 2008 skrifaði Gunnar Smári Egilsson:

„Það kæmi mér á óvart ef Jón [Ásgeir Jóhannesson] væri nú farinn að þakka sér allt sem vel hefur tekist en kenna öðrum um það sem miður fór. Hann og Agnes [Bragadóttir blaðamaður] þurfa þá að hafa hraðar hendur til að renna sakamönnum undir 450 milljarða skuldir Landic, 400 milljarða skuldir Baugs, 350 milljarða skuldir FL, auk tuga og hundraða milljarða skulda annarra smærri fyrirtækja í veldi Jóns – plús eins til tveggja þúsunda milljarða taps á hruni Glitnis.“

Vilji formaður Samfylkingarinnar leggja gott til mála á hann ekki að hefja vegferðina í Borgarnesi í febrúar 2003.

Bj. Bj.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

 
Mest lesið
Fleira í pottinum

Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópu­vaktarinnar

Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópu­vaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópu­vaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá hefu...

Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming

Brezka flug­félagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.

Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra

Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.

PIMCO: Evru­svæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu

Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfa­sjóðs heims, segja að evru­svæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evru­svæðinu h...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS