Ríkisstjórnir Evrópulanda hafa misst af milljörðum evra í tekjum vegna skattaúrskurða í forsætisráðherratíð Junckers
Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna ( International Consortium of Investigative Journalists) segja að ríkisstjórnir í Evrópuríkjum hafi misst af milljörðum evra í tekjum vegna þess að fyrirtæki hafi beint hagnaði sínum í gegnum Lúxemborg. Samtals 343 fyrirtæki, þar á meðal Ikea, Deutsche Bank og Apple hafi sett upp flókin fjármálakerfi sem hafi verið við það miðuð að fyrirtækin borguðu eins litla skatta og mögulegt væri. Þessi kerfi hafi verið samþykkt af skattayfirvöldum í Lúxemborg í forsætisráðherratíð Jean-Claude Junckers, núverandi formanns framkvæmdastjórnar ESB.
Í gær, miðvikudag, birtu samtökin 548 skattaúrskurði í Lúxemborg frá árinu 2002 til 2010. Euobserver, sem segir frá þessu segir að framkvæmdastjórn ESB hafi verið að reyna að fá í hendur slíka úrskurði vegna rannsóknar á skattamálum Amazon og Fíat bílaverksmiðjanna.
Í einu þeirra skjala, sem samtök blaðamannanna hafa birt er rakið hvað PricewaterhouseCoopers, endurskoðunarfyrirtækið ráðlagði hollenzku fatafyrirtæki að gera.
Sérstakt fyrirtæki var stofnað í Lúxemborg sem eignaðist höfundarrétt að einu vörumerkja fyrirtækisins. Fyrir hvert klæði, sem selt var undir því vörumerki var innt af hendi greiðsla til fyrirtækisins í Lúxemborg fyrir afnot af vörumerkinu. Skv. reglum Lúxemborgar voru 80% af þessum tekjum fyrirtækisins í Lúx undanþegnar skattlagningu.
Fram kemur í euobserver að þessar uppljóstranir valdi Juncker vandræðum.
SG
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Þáttaskil - hlé á útgáfu Evrópuvaktarinnar
Þriðjudaginn 27. apríl 2010 sá vefsíðan Evrópuvaktin dagsins ljós. Nú er komið að þáttaskilum. Á Evrópuvaktinni hefur verið lögð áhersla á málefni tengd Evrópusambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Þá hefu...
Easy-Jet fækkar ferðum London-Moskva um helming
Brezka flugfélagið Easy-Jet hefur fækkað ferðum á flugleiðinni London-Moskva um helming. Ástæðan er minnkandi eftirspurn og að sögn Moskvutíðinda eru önnur alþjóðleg flugfélög að gera hið sama. Farþegum á þessari flugleið hefur fækkað um 20% það sem af er þessu ári samanborið við sama tíma fyrir ári. Ástæðan er staða rúblunnar og versnandi alþjóðleg samskipti vegna deilunnar um Úkraínu.
Pengingaþvætti fyrir alþjóðlega glæpahringi ógnar bankakerfi Andorra
Athygli beinist að bankakerfinu í Andorra um þessar mundir og yfirvofandi hruni þess.
PIMCO: Evrusvæðið á sér ekki framtíð að óbreyttu
Forsvarsmenn PIMCO, stærsta skuldabréfasjóðs heims, segja að evrusvæðið eigi sér ekki framtíð nema evruríkin sameinist í eins konar „Bandaríkjum Evrópu“. Í því felst að sögn Daily Telegraph að aðildarríkin afsali sér sjálfstæði sínu. Talsmaður PIMCO bendir á að veikur hagvöxtur á evrusvæðinu h...